Samband íslenskra sveitarfélaga 75 ára í dag

Samband íslenskra sveitarfélaga fagnar í dag 75 ára afmæli sínu en stofnfundur þess var haldinn dagana 11.-13. júní 1945.

Samband íslenskra sveitarfélaga fagnar í dag 75 ára afmæli sínu en stofnfundur þess var haldinn dagana 11.-13. júní 1945. Sambandið er því rétt tæpu ári yngra en íslenskra lýðveldið. Á stofnþingi sambandsins voru saman komnir 54 fulltrúar frá 38 sveitarfélögum gagngert í þeim tilgangi að stofna með sér samband sveitarfélaga.

Fullyrða má að stofnun sambandsins hafi reynst mikið gæfuspor fyrir sveitarfélögin í landinu. Með tilkomu þess eignuðust þau sameiginlegan málsvara sem hefur frá upphafi kappkostað að gæta hagsmuna þeirra...

Starfsfólk sambandsins fagnar deginum í dag m.a. með því að opna nýja vefsíðu. Síðan var hönnuð af Hugsmiðjunni í samvinnu við starfsfólk sambandsins.

Nánar um sögu sambandsins.