Yfirlit aðgerða vegna COVID-19

Alþingi hefur á undanförum vikum fjallað um tvo aðgerðapakka til að bregðast við afleiðingum COVID-19 heimsfaraldursins. Í báðum tilvikum er um að ræða bandorm um breytingar á ýmsum lögum auk samþykktar sérstakra fjáraukalaga þar sem kveðið er á um fjármögnum aðgerða.

Alþingi hefur á undanförum vikum fjallað um tvo aðgerðapakka til að bregðast við afleiðingum COVID-19 heimsfaraldursins. Í báðum tilvikum er um að ræða bandorm um breytingar á ýmsum lögum auk samþykktar sérstakra fjáraukalaga þar sem kveðið er á um fjármögnum aðgerða.

Margar þessarar aðgerðir hafa bein eða óbein áhrif á sveitarfélög og því hefur Samband íslenskra sveitarfélaga tekið saman yfirlit yfir þær aðgerðir og stöðu þeirra. Í yfirlitinu kemur fram staða aðgerða, þ.e.a.s. hvort þær séu komnar til framkvæmda, aðgerðir séu í vinnslu, aðgerðir fyrirhugaðar eða aðgerðum lokið. Einnig er farið yfir tengingu aðgerða ríkisins við viðspyrnuáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Vonir standa til að yfirlitið gefi sveitarfélögum tækifæri til að nálgast helstu upplýsingar um aðgerðir er geta nýst þeim við að takast á við afleiðingar COVID-19.

Yfirlitið mun vera uppfært eftir því sem tilefni er til hverju sinni.