Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags íslenskra náttúrufræðinga undirrituðu í gær, 4. júní, nýjan kjarasamning. Samningurinn er í anda Lífskjarasamningsins sem þegar gildir á almennum vinnumarkaði.
Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags íslenskra náttúrufræðinga undirrituðu í gær, 4. júní, nýjan kjarasamning. Samningurinn er í anda Lífskjarasamningsins sem þegar gildir á almennum vinnumarkaði.
Kjaraviðræður aðila fóru alfarið fram á fjarfundum og vill samninganefnd sambandsins koma á framfæri þökkum til samninganefndar FÍN fyrir gott og farsælt samstarf við kjarasamningagerðina.
Nú fer í hönd kynning á og atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn meðal félagsmanna FÍN. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samningana mun liggja fyrir þann 12. júní næstkomandi.