Stuðningsyfirlýsing við pólska bæjarstjóra vegna aðgerða gegn hinsegin fólki

Undir yfirlýsinguna skrifa rúmlega 70 evrópskir borgar-og bæjarstjórar, þar á meðal Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Aðgerðir pólskra stjórnvalda gegn hinsegin fólki (LBGTI fólki) halda áfram og nýverið tilkynntu 100 pólsk sveitarfélög að þau væru s.k. „LGBTI free zones“ eða svæði án hinsegins fólks.

Í opnu bréfi lýsa Evrópusamtök sveitarfélaga, CEMR, yfir áhyggjum af þessari þróun sem brýtur gegn evrópskum mannréttindasáttmálum. Þá er lýst yfir stuðningi við pólskar sveitarstjórnir sem hafa haft hugrekki til að standa vörð um mannréttindi hinsegins fólks þrátt fyrir þrýsting og þær hvattar til að halda þeirri baráttu áfram.

Undir yfirlýsinguna skrifa rúmlega 70 evrópskir borgar-og bæjarstjórar frá 14 löndum, þar á meðal Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Bæjar- og sveitastjórar sem vilja ljá málinu lið með því að skrifa undir bréf Evrópusamtaka sveitarfélaga geta gert það hér.