Fréttir og tilkynningar

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Samband íslenskra sveitarfélaga framkvæmdi nýlega könnun á ýmsum þáttum tengdum tveimur af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Annars vegar heimsmarkmið 12 er fjallar um neyslu og úrgang og hins vegar markmið 13 um loftslagsmál.

Lesa meira

Bakvakt fyrir stjórnendur leik- og grunnskóla og frístundastarfs vegna Covid-19

Bakvakt fyrir stjórnendur grunn- og leikskóla og frístundastarfs og er nú til staðar. Númerið hjá bakvaktinni er 547 1122, netfangið er ahs@shs.is

Lesa meira

Hvaða vísindamanneskjur hittum við í framtíðinni?

Breska sendiráðið óskar eftir þátttöku nemenda á aldrinum 5-14 ára í myndasamkeppni um teikningu af sögupersónu sem mun koma fyrir í nýju bókinni. Sögupersónan á að vera vísindamanneskja framtíðarinnar.

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um styrki til fráveituframkvæmda

Opnað hefur verið fyrir umsóknir sveitarfélaga um styrki til fráveituframkvæmda. Umsóknarfrestur vegna styrkjanna er til 15. janúar 2022.

Lesa meira

Virðisaukaskattur endurgreiddur vegna vinnu við lóðaframkvæmdir

Yfirskattanefnd hefur fallist á kröfu sveitarfélags um endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu manna við framkvæmdir á lóð húsnæðis í eigu sveitarfélagsins.

Lesa meira

Alþjóðlegi klósettdagurinn 19.11.

Sambandið vekur athygli á því að 19. nóvember er Alþjóðlegi klósettdagurinn.

Lesa meira

Skipulagsdagurinn 2021

Fjórða bylgja heimsfaraldursins setti mark sitt á Skipulagsdaginn sem að þessu sinni var haldinn í Salnum í Kópavogi 12. nóvember sl.

Lesa meira

Sveitarstjórnum heimilað að taka ákvarðanir að nýju á fjarfundum

Auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga hefur verið birt í Stjórnartíðindum.

Lesa meira

Möguleikar sveitarfélaga til að halda rafræna fundi

Í ljósi fjölgunar covid-smita um allt land hafa sveitarstjórnir verið að skoða möguleika til þess að taka upp rafræna sveitarstjórnarfundi að nýju.

Lesa meira

Afhending Íslensku menntaverðlaunanna 2021

Afhending Íslensku menntaverðlaunanna fór fram á Bessastöðum miðvikudaginn 10. nóvember sl.

Lesa meira

Guðríður Aadnegard hlaut hvatningarverðlaun gegn einelti

Guðríður Aadnegard, náms­ráðgjafi og um­sjón­ar­kenn­ari við Grunn­skól­ann í Hvera­gerði, hlaut hvatn­ing­ar­verðlaun dags gegn einelti sem veitt voru 9. nóvember sl.

Lesa meira

Viðmiðunargjaldskrá leikskóla 2021

Út er komin viðmiðunargjaldskrá vegna leikskóladvalar utan lögheimilissveitarfélags vegna skólaársins 2021/2022.

Lesa meira

Viljayfirlýsing um sameiginlega úttekt á þróun skólastarfs undirrituð

Í tilefni þess að aldarfjórðungur er nú liðinn frá því að rekstur grunnskólans fluttist alfarið frá ríki til sveitarfélaga var viljayfirlýsing um sameiginlega úttekt á þróun skólastarfs undirrituð þann 8. nóvember sl.

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um stofnframlög

Auglýst er eftir umsóknum í seinni úthlutun fyrir árið 2021 um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020.

Lesa meira

Hvatt til skráningar í bakvarðasveit

Vegna örrar fjölgunar Covid-19 smita með auknu álagi á heilbrigðiskerfið bráðvantar fleira heilbrigðisstarfsfólk á skrá í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar.

Lesa meira

Samningur um stofnun Jafnlaunastofu sf. undirritaður

Þann 5. nóvember sl. undirrituðu Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Dagur Eggertsson, borgarstjóri, og  Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, samning um stofnun Jafnlaunastofu sf., sem er sameignarfélag í eigu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar.

Lesa meira

Starf sérfræðings í skólamálum laust til umsóknar

Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða sérfræðing í skólamálum. Á meðal verkefna og áherslna eru umsýsla með endurmenntunarsjóðum kennara og málefni leikskóla.

Lesa meira

Skipulagsdagurinn 2021

Skipulagsdagurinn, árleg ráðstefna Skipulagsstofnunar um skipulagsmál og þróun þeirra, fer fram í Salnum í Kópavogi föstudaginn 12. nóvember næstkomandi kl. 9-16.

Lesa meira