Skipulagsdagurinn, árleg ráðstefna Skipulagsstofnunar um skipulagsmál og þróun þeirra, fer fram í Salnum í Kópavogi föstudaginn 12. nóvember næstkomandi kl. 9-16.
Yfirskrift Skipulagsdagsins í ár er Skipulag fyrir nýja tíma og verður sjónum beint sérstaklega að þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir með tilliti til lífsgæða, samgöngumiðaðs skipulags, sjálfbærni í byggðu umhverfi og aðlögunar vegna loftslagsbreytinga og náttúruvár. Ráðstefnan er að vanda haldin í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Nánari dagskrá og skráning er á vef Skipulagsstofnunar.
Viðburðinum verður einnig streymt á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar. Boðið verður upp á hádegisverð auk þess sem móttaka verður í lokin með léttum veitingum. Gestir eru hvattir til að nýta sér vistvæna ferðamáta á viðburðinn en fjöldi strætóleiða stoppar við Salinn.