Bakvakt fyrir stjórnendur grunn- og leikskóla og frístundastarfs og er nú til staðar. Númerið hjá bakvaktinni er 547 1122, netfangið er ahs@shs.is
Allar upplýsingar um nýja númerið eru að finna inn á AHS síðunni.
Tilgangur bakvaktarinnar er að aðstoða skóla þegar upp kemur smit eins og hægt er, hvort sem er með skráningu þeirra sem þurfa að fara í sóttkví í gagnagrunn rakningateymisins eða veita upplýsingar eftir þörfum.
Helstu skrefin í smitrakningu eru eftirfarandi:
- Smitrakningarteymi hefur fyrst samband við þann smitaða og ef rakning nær inn í skóla eða frístund er hún áframsend á bakvakt AHS.
- Bakvakt AHS hefur svo samband við skólastjórnanda og hefur undirbúning að rakningu vegna viðkomandi smits í samvinnu við stjórnanda.
- Að rakningu lokinni þurfa skólastjórnendur að upplýsa foreldra/forráðamenn um þá sem þurfa að fara í sóttkví eða smitgát. Stöðluð bréf er að finna á heimasíðunni ahs.is eða í hlekk í tölvupóstum frá bakvakt AHS.
- Að rakningu lokinni senda skólastjórnendur lista yfir þá sem þurfa fara í sóttkví til bakvaktar AHS sem skráir nemendur og starfsfólk í gagnagrunn rakningar. Hægt er að nálgast skjalið á heimasíðunni ahs.is eða í hlekk í tölvupóstum frá bakvakt AHS.
- Sniðmát af bréfum vegna sóttkvíar eða smitgátar sem skólastjórnendur senda til foreldra/forráðamanna er hægt að nálgast á íslensku, ensku og pólsku hér.
- Ef skólastjórnandi fær upplýsingar til sín um smit áður en bakvakt AHS hefur haft samband, t.d. frá starfsmanni eða foreldri/forráðamanni, sem er ekki óalgengt, er skólastjórnanda meira en velkomið að hringja í bakvakt AHS .
Meginreglan er sú að ef upplýsingar um smit berast bakvakt AHS á föstu- eða laugardagskvöldi er skólastjórnandi upplýstur daginn eftir. Ef skólastjórnandi vill fá aðstoð við smitrakningu á þessum tíma er honum velkomið að hafa samband.