Afhending Íslensku menntaverðlaunanna 2021

Afhending Íslensku menntaverðlaunanna fór fram á Bessastöðum miðvikudaginn 10. nóvember sl.

Íslensku menntarverðlaunin voru stofnuð til að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á því góða og metnaðarfulla starfi sem stundað er í skólum og frístundastarfi.

Verðlaunin eru veitt í þremur aðalflokkum, auk hvatningarverðlauna:

  • Verðlaun fyrir framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur hlýtur leikskólinn Aðalþing fyrir framsækið, skapandi skólastarf og lýðræðislega starfshætti.
  • Verðlaun sem framúrskarandi kennari hlýtur Hanna Rún Eiríksdóttir, kennari við Klettaskóla, fyrir framúrskarandi kennslu nemenda með fötlun, meðal annars fyrir að þróa nýjar leiðir til tjáskipta.
  • Verðlaun fyrir framúrskarandi þróunarverkefni hlýtur Nanna Kr. Christiansen og skóla- og frístundasvið Reykjavíkur fyrir þróunarverkefnið Leiðsagnarnám. Verkefnið snýr að eflingu námsmenningar sem stuðlar að aukinni ábyrgð nemenda á eigin námi.
  • Hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna hljóta að þessu sinni Vilhjálmur Magnússon og Vöruhúsið – miðstöð skapandi greina á Hornafirði. Vöruhúsið er einstakur vettvangur til kennslu í nýsköpun og list- og verkgreinum á öllum skólastigum. Þar er boðið upp á formlegt og óformlegt nám í handverki, hönnun og hugmyndavinnu þar sem lögð er áhersla á þverfaglega samvinnu.

RÚV sýndi frá afhendingunni og hægt er að sjá útsendinguna í heild sinni á spilara RÚV.