Breska sendiráðið óskar eftir þátttöku nemenda á aldrinum 5-14 ára í myndasamkeppni um teikningu af sögupersónu sem mun koma fyrir í nýju bókinni. Sögupersónan á að vera vísindamanneskja framtíðarinnar.
Bryony Mathew, breski sendiherrann á Íslandi, hefur gefið út áhugaverðar barnabækur og nú er verið að þýða og staðfæra eina bókina að íslenskum veruleika. Bókin heitir á frummálinu Qubits and Quiver Trees og fjallar um ný störf sem verða okkur mikilvæg eftir 10-20 ár. Í nýju útgáfunni verður bætt við störfum sem verða m.a. mikilvæg fyrir Ísland.
Keppnin stendur til 8. desember og mun vinningshafinn fá endurgerð af teikningunni sinni í bókinni unna af myndskreytinum Millie Bicknelle. Vinningshafinn fær einnig tvö árituð eintök af bókinni. Nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu. Athugið að þó foreldrar og forsjáraðilar séu nefndir til að senda inn er í góðu lagi að kennari/skóli sendi inn myndir fyrir hönd nemenda sinna.
Með þátttöku í þessu verkefni gefst tækifæri til að ræða um t.d. staðalímyndir þeirra sem vinna í vísindagreinum, ný störf sem munu hugsanlega bætast við á næstu árum og hvaða færni og eiginleika einstaklingur sem sinnir störfum í framtíðinni gæti þurft að hafa yfir að ráða.