Alþjóðlegi klósettdagurinn 19.11.

Sambandið vekur athygli á því að 19. nóvember er Alþjóðlegi klósettdagurinn.

Á vefsíðunni www.klosettvinir.is má finna ýmis konar kynningarefni er varða úrgang í fráveitu. Einnig bendum við á fræðsluefni á þeim hluta af vef Samorku sem fjallar um fráveitur.

Úrgangur í fráveitu er vandamál alls staðar á landinu. Auk þess að valda skaða á umhverfinu og rekstri fráveitukerfa, verða sveitarfélög fyrir miklum kostnaði þegar hreinsa þarf dælur og farga úrgangi sem berst í fráveitukerfin. Það erum jú við sem greiðum fyrir þjónustu við fráveiturnar – því meiri úrgangur, því meiri hreinsun þarf með tilheyrandi kostnaði. Þegar álag er mikið aukast einnig líkur á bilunum í búnaði þannig að skólp fer óhreinsað út í sjó sem getur valdið hættu bæði fyrir menn og dýr. Þá hafa húslagnir einnig stíflast vegna blautklúta, en þá lendir kostnaður við úrbætur sem og óþægindi á íbúum og eigendum.