Fréttir og tilkynningar

Takmörkuð áhrif á heildarinnleiðingu NPA-samninga

Samkvæmt lögum um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) mun innleiðing á því þjónustuformi standa yfir í þrepum allt til loka ársins 2022, en alls er gert ráð fyrir að 630 samningar verði gerðir á fimm ára tímabili. Frestun á gildistöku laganna seinkar gerð 52 samninga fram að áramótum.

Lesa meira

Skipulagsdagurinn 2018 – bein útsending

Skipulagsdagurinn 2018 fer nú fram í Gamla bíói í Reykjavík. Dagurinn er helgaður því sem efst er á baugi í skipulagsmálum hverju sinni. Nálgast má beint streymi hér á vef sambandsins.

Lesa meira

Áskoranir og tækifæri sveitarfélaga í skipulagsmálum

Skipulagsdagur sveitarfélaga fór fram við góðar undirtektir í dag, en þátttakendur voru hátt á þriðja hundrað manns. Tæpt var á helstu áskorunum og tækifærum sveitarfélaga í skipulagsmálum og óhætt er að segja að víða hafi verið komið við í fjölbreyttri dagskrá dagsins.

Lesa meira

Falinn vandi skólaforðunar

Fullt var út úr dyrum á fundi Náum áttum í morgun um þann falda vanda sem skólaforðun stendur fyrir.  Nálgast má upptökur af fundinum hér á vef sambandsins.

Lesa meira

Úthlutun úr Námsgagnasjóði

Úthlutun úr Námsgagnasjóði er lokið. Úthlutað var í 12. sinn úr sjóðnum og voru alls 59,8 m.kr. til ráðstöfunar. Úthlutað er til hvers grunnskóla í samræmi við fjölda skráðra nemenda. 

Lesa meira

Skráning hafin á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga

Skráning er hafin á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. Meginþema ráðstefnunnar snýr að þessu sinni að verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, gráum svæðum í opinberri þjónustu og stöðu sveitarfélaga gagnvart stórum þjónustuverkefnum. Ráðstefnan hefur jafnan verið fjölmennasti viðburður sveitarfélaganna, með um og yfir 400 þátttakendur á ári hverju. 

Lesa meira

Sex mánaða uppgjör stærstu sveitarfélaganna

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman sex mánaða uppgjör fjögurra stærstu sveitarfélaga landsins eða Reykavíkurborgar, Kópavogsbæjar, Hafnarfjarðarbæjar og Akureyrarkaupstaðar. Samantektin tekur til A-hluta starfseminnar, sem er sá hluti sem fjármagnaður er að stærstum hluta af skattfé. Um 60% landsmanna eru búsettir í þessum sveitarfélögum. Á heildina litið stefnir í að skuldahlutfall þeirra fari lækkandi.

Lesa meira

Hægagangur og óvissa við innleiðingu NPA

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur farið þess á leit við félags- og jafnréttisráðherra að gildistöku laga, sem taka eiga gildi um næstu mánaðamót vegna NPA-þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, verði frestað til 1. janúar nk. Að mati sambandsins þurfa stjórnvöld að gefa sér tíma til að klára undirbúning málsins, en margt er enn óljóst varðandi innleiðingu þjónustunnar og fjármögnun. Sé vel á málum haldið, geti nauðsynlegum undirbúningi verið lokið um næstu áramót.

Lesa meira

Hvatt til víðtæks samráðs í loftslagsmálum

Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum þjónar þeim tvíþætta tilgangi, að staðið verði við skuldbindingar Íslands vegna Parísarsamkomulagsins árið 2030 og að markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi þjóðarinnar verði náð árið 2040. Megináhersla er lögð á bæði kolefnisbindingu og orkuskipti í samgöngum og eru endurheimt votlendis, skógrækt, almenningssamgöngur og úrgangsmál dæmi um málaflokka sem koma munu til kasta staðbundinna stjórnvalda um land allt. Áætlunin er í opnu samráðsferli og hvetur ríkisstjórnin til víðtæks samráðs í loftslagsmálum.

Lesa meira

Bóndadagur og konudagur fóru vikuvillt

Komið hefur í ljós, að bóndadagur og konudagur fóru því miður vikuvilt í skóladagatali næsta skólaárs, 2019-2020. Þeir skólar sem hafa þegar sótt dagatalið eru því beðnir um að skipta því út fyrir nýtt og uppfært skjal. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

Lesa meira

#MeToo málefnum hvergi nærri lokið

Skipaður hefur verið aðgerðarhópur á vegum Velferðarráðuneytisins til að fylgja eftir þeim aðgerðum á vinnumarkaði sem miða að því að koma í veg fyrir einelti, kynferðislegt og kynbundið áreiti og ofbeldi á vinnustöðum.

Lesa meira

Auknar forvarnir gegn sjálfsvígum

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti í gær að hún hefði samþykkt aðgerðaáætlun starfshóps um sjálfsvígsforvarnir, sem kynnt var sl. vor. Ráðherra hefur ráðstafað 25 m.kr. til málsins og hafa fyrstu aðgerðir því þegar verið fjármagnaðar.

Lesa meira

Styrkir fyrir þráðlaus net í almenningsrýmum

Sveitarfélögum stendur til boða að fá styrki fyrir þráðlaust net í almeningsrýmum samkvæmt Evrópuverkefninu WiFi4EU. Opnað verður fyrir umsóknir á ný síðari hlutann í september.  

Lesa meira

Hefðbundið meirihlutamynstur á undanhaldi

Svíar kusu til sveitar- og héraðsstjórna í gær samhliða kosningum til riksdagen, sænska löggjafarþingsins. Helstu niðurstöður eru þær, að meirihlutasamstarf féll í meirihlutanum af þeim sveitarstjórna-, landsþings- og svæðisstjórnakosningum sem fóru fram. Þá dregur úr trausti kjósenda til stjórnmála, enda þótt kosningaþátttaka hafi aukist frá síðustu kosningum, árið 2014.

Lesa meira

Aukið samstarf í þágu barna

Samband íslenskra sveitarfélaga mun vinna að því með ríkisvaldinu að brjóta niður kerfismúra sem kunna að koma í veg fyrir að börn njóti heildstæðrar og samhæfðar opinberrar þjónustu. Viljayfirlýsing þessa efnis var í dag undirrituð af ráðherrum félags- og jafnréttismála, dómsmála, mennta- og menningarmála, samgöngu- og sveitarstjórnarmála ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga um aukið samstarf í þágu barna.

Lesa meira

Tilmæli frá Persónuvernd vegna samfélagsmiðla

Persónuverndar gaf út í dag tilmæli til leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og íþróttafélaga um notkun á samfélagsmiðlum. Um er að ræða álitaefni sem rætt hefur verið í lögfræðingahópi Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við nýju persónuverndarlögin nr. 90/2018. Ljóst er að tilmælin kalla á breytt verklag við miðlun upplýsinga um skólastarf í hverju sveitarfélagi ásamt umræðum um nánari útfærslu þess.

Lesa meira

Aukin sálfræðiþjónusta fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn

Samband íslenskra sveitarfélaga og Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafa gert með sér samkomulag um sálfræðiþjónustu fyrir félagsmenn þess. Greiður aðgangur að slíkri þjónustu er talinn lykilatriði fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sem glíma í daglegum störfum sínum við áföll, slys og dauða.

Lesa meira

Engin þörf á endurskoðun gatnagerðargjalds

Starfshópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins telur, að litil þörf sé að svo stöddu, á efnislegum breytingum á gildandi lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006. Í ljósi þess, að í sumar voru liðin 10 ár frá því að lögin tóku gildi, var talið tímabært að yfirfara reynsluna af framkvæmd laganna.

Lesa meira