Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum þjónar þeim tvíþætta tilgangi, að staðið verði við skuldbindingar Íslands vegna Parísarsamkomulagsins árið 2030 og að markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi þjóðarinnar verði náð árið 2040. Megináhersla er lögð á bæði kolefnisbindingu og orkuskipti í samgöngum og eru endurheimt votlendis, skógrækt, almenningssamgöngur og úrgangsmál dæmi um málaflokka sem koma munu til kasta staðbundinna stjórnvalda um land allt. Áætlunin er í opnu samráðsferli og hvetur ríkisstjórnin til víðtæks samráðs í loftslagsmálum.
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum þjónar þeim tvíþætta tilgangi, að staðið verði við skuldbindingar Íslands vegna Parísarsamkomulagsins árið 2030 og að markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi þjóðarinnar verði náð árið 2040. Megináhersla er lögð á bæði kolefnisbindingu og orkuskipti í samgöngum og eru endurheimt votlendis, skógrækt, almenningssamgöngur og úrgangsmál dæmi um málaflokka sem munu koma til kasta staðbundinna stjórnvalda um land allt. Áætlunin er í opnu samráðsferli og hvetur ríkisstjórnin til víðtæks samráðs í loftslagsmálum.
Með áætluninni hefur blað verið brotið í umhverfismálum hér á landi. Lagðar eru til 34 aðgerðir á málefnasviðum sjö ráðuneyta og er áætlað að aðgerðir í loftslagsmálum útheimti verulega fjármuni úr ríkissjóði á næstu fimm árum eða tæpa 7 ma.kr.
Þá vekur jafnframt athygli að aðgerðaáætlunin er ekki frágengið plagg af hálfu ríkisstjórnar, eins og heiti hennar gæti gefið til kynna, heldur hefur málið verið sett í opið umsagnaferli á samráðsgátt stjórnarráðsins. Með þessu móti freistar ríkisstjórnin nú þess, að kalla að borðinu alla þá mörgu aðila sem stilla verða strengi sína saman, eigi árangur að nást.
Að mörgu er að hyggja hjá sveitarfélögum landsins í tengslum við áætlunina og þau sóknarfæri sem hún felur í sér í loftslagsmálum. Má þar sem dæmi nefna innviði vegna rafbílavæðingar og rafvæðingar hafna og breyttar áherslur í úrgangsmálum með hliðsjón af urðun lífræns úrgangs.
Þá er ljóst að áform um stórfellda skógrækt og endurheimt votlendis kalla á breytingar á skipulagi margra sveitarfélaga. Þróun almenningssamgangna er annað stórt mál en töluverð óvisssa ríkir þessa stundina um framtíð almenningssamgangna á milli landshluta. Loftslagsmál eru jafnframt á meðal þeirra áhersluatriða, sem verða lögð til grundvallar við þá endurskoðun landsskipulagsstefnu sem nú er að hefjast.
Öll sveitarfélög eru hvött til að kynna sér vel aðgerðaáætlunina og koma ábendingum og hugleiðingum sínum á framfæri í samráðsgáttinni.
Guðjón Bragason, sviðsstjóri og Lúðvík Eckart Gústafsson, sérfræðingur á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins, veita fúslega nánari upplýsingar um áætlunina m.t.t. sveitarstjórnarstigsins, á gudjon.bragason@samband.is og ludvik.e.gustafsson@samaband.is eða í síma 515 4900.
Nálgast má aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar ásamt fylgigögnum og tengdum upplýsingum á eftirfarandi hlekkjum: