Engin þörf á endurskoðun gatnagerðargjalds

Starfshópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins telur, að litil þörf sé að svo stöddu, á efnislegum breytingum á gildandi lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006. Í ljósi þess, að í sumar voru liðin 10 ár frá því að lögin tóku gildi, var talið tímabært að yfirfara reynsluna af framkvæmd laganna.

Starfshópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins telur, að ekki sé þörf að svo stöddu, á efnislegum breytingum á gildandi lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006. Í ljósi þess, að í sumar voru liðin 10 ár frá því að lögin tóku gildi, var talið tímabært að yfirfara reynsluna af framkvæmd laganna.

Frumvarp til núgildandi laga eru afrakstur af vinnu starfshóps sem þáverandi félagsmálaráðherra fól að endurskoða lög um gatnageraðrgjald nr. 17/1996.

Í störfum sínum fór hópurinn yfir dómaframkvæmd og aðra þá reynslu sem fengist hefur af framkvæmd laganna. Jafnframt var skoðað hvort efni stæði til að hverfa frá núverandi stefnumörkun laganna og hefja innheimtu á gatnagerðargjaldi í dreifbýli. 

Hvað síðarnefnda atriðið snertir, þá kannaði Samband íslenskra sveitarfélaga, að beiðni starfshópsins, afstöðu framkvæmdastjóra sveitarfélaga til þess hvort  lagabreytinga væri þörf í þá veru. Um 90% þeirra sveitarfélaga sem tóku þátt í könnuninni töldu enga þörf á sérstökum efnislegum breytingum á gildandi lögum um gatnagerðargjald og 70% svöruðu því neitandi, hvort þörf væri á því að heimila álagningu gatngerðargjalds í dreifbýli. Þá hafði lækkunarheimild laganna vegna sérstakra aðstæðna verið nýtt af 57% sveitarfélaganna sem tóku þátt og vandamál eða álitamál höfðu komið upp hjá einungis 17% þeirra við álagningu og innheimtu gjaldsins.

Frá því að lögin tóku gildi 1. júlí 2007 hafa verið gerðar tvær breytingar á þeim. Í hvorugu tilviki voru gerðar efnislega veigamiklar breytingar, en annars vegar var um að ræða endurskoðun á ákvæði um endurgreiðslu gatnagerðargjalds og verðbætur vegna breyttra aðstæðna í kjölfar hrunsins og hins vegar um bráðabirgðaákvæði laganna vegna svonefnds B-gatnagerðargjalds, en gildistími þess hefur verið framlengdur nokkrum sinnum á undanförnum árum. Þá verður hvað dómaframkvæmd varðar, ekki dregin önnur ályktun en sú, að mati starfshópsins, að undirstöður laganna séu traustar.

Niðurstaða starfshópsins er því sú, að reynslan af framkvæmd gildandi laga um gatnagerðargjald sé á heildina litið góð, enda þótt skiptar skoðanir hafi verið í starfshópnum um það, hvort innheimta gatnagerðargjalds yrði áfram skilyrt við þéttbýli. Efnislegar breytingar á lögum voru því ekki taldar tímabærar að sinni.

Varðandi nánari upplýsingar er vísað í skilabréf starfshópsins, sem má nálgast á hlekk hér að neðan.  

 

Reykjavik_briet_knutsdottirPósthússtræti í Reykjavík tjörusteypt haustið 1917 (Ljósmyndasafn Reykajvíkur)