Aukin sálfræðiþjónusta fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn

Samband íslenskra sveitarfélaga og Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafa gert með sér samkomulag um sálfræðiþjónustu fyrir félagsmenn þess. Greiður aðgangur að slíkri þjónustu er talinn lykilatriði fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sem glíma í daglegum störfum sínum við áföll, slys og dauða.

Samband íslenskra sveitarfélaga og Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafa gert með sér samkomulag um sálfræðiþjónustu fyrir félagsmenn þess. Greiður aðgangur að slíkri þjónustu er talinn lykilatriði fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sem glíma í daglegum störfum sínum við áföll, slys og dauða.

Magnús Smári Smárason, formaður LSS, Landssambands slökkviðliðs- og sjúkraflutningamanna, fagnar þessum mikilvæga áfanga, en samkomulagið felur í sér að slökkviliðsstjórar geta óskað eftir sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn sína eftir því sem þörf krefur. 

Landssamband Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hvetur jafnframt ríkið til þess, að veita sjúkraflutningamönnum sem starfa á vegum þess sömu þjónustu og segist Magnús Smári vonast til að fá fljótlega svör frá ríkinu varðandi það. Um mikilvægt skref sé að ræða í heildstæðri nálgnun á velferð þessara starfsstétta. Áföll og andlegt álag geti sem kunnugt er leitt af sér margs konar kvilla hjá þessums starfsstéttum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Slokkvilid-hofudborgarsvaedisins