Fréttir og tilkynningar

Brottfall úr námi veldur vaxandi áhyggjum

Brottfall úr framhaldsskólum er vaxandi áhyggjuefni á Norðurlöndunum, en rannsóknir sýna að 20-30% framhaldsskólanema eru horfnir frá námi við 20 ára aldurinn. Nýverið stóðu norræna velferðarnefndin og norræna þekkingar- og menningarnefndinni fyrir hringborðsumræðum um brottfall úr framhaldsskólum. Skýr forvarnarstefna í lýðheilsumálum og snemmtæk íhlutun voru þau úrræði sem helst báru á góma gegn þessu vaxandi, samnorræna vandamáli.

Lesa meira

Niðurstöður úr WiFi4EU útdrætti

WiFi4EU styrkir að þessu sinni þrjú íslensk sveitarfélög eða Akraneskaupstað, Reykjavíkurborg og Sveitarfélagið Skagafjörð. Verkefnið styrkir uppsetningu á þráðlausu netsambandi í opinberu rými.

Lesa meira

Geitungarnir og þorpið hlutu Múrbrjótinn

Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Þorpið, frístundamiðstöð á Akranesi og Geitungarnir, vinnu- og virknitilboð í Hafnarfirði, hljóta Múrbrjótinn 2018, viðurkenningu landsamtakanna Þroskahjálpar.

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Sprotasjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprotasjóð vegna úthlutunarársins 2019-2020. Sótt er um á vef sjóðsins og er umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2019. 

Lesa meira

Ríkið tilgreini sem fyrst hvaða þjónustu skuli skerða á hjúkrunarheimilum

Samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Sambands íslenskra sveitarfélaga um rammasamning fyrir þjónustu hjúkrunarheimila lýsir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun stjórnvalda og meirihluta fjárlaganefndar að halda fast við boðaða skerðingu á rekstrargrunni hjúkrunarheimila.

Lesa meira

Ríkisvaldið axli ábyrgð

Samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna rammasamnings um  þjónustu hjúkrunarheimila lýsir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar og meirihluta fjárlaganefndar að halda fast við boðaða skerðingu á rekstrargrunni hjúkrunarheimila. 

Lesa meira

Krefst þess að ríkið gangi til samninga

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga krefst þess að ríkið gangi til samninga um hækkun á daggjöldum til samræmis við raunkostnað. Þá átelur stjórn sambandsins vinnulag velferðarráðuneytisins vegna samninga um dagdvöl aldraða, sem eru einnig í uppnámi. Að mati rekstraraðila þarf að hækka daggjöld skv. kostnaðarmati um 30%. Því mati hefur ráðuneytið hafnað án þess að leggja fram annað kostnaðarmat, sem er óboðlegt vinnulag að mati stjórnarinnar.

Lesa meira

Beint streymi frá UT-deginum

Streymt verður beint frá ráðstefnu UT-dagsins, sem fer fram á Grand hóteli.  Yfirskrift dagsins er stafræn framtíð hins opinbera – hvernig byrjum við? og vísar til þess að vinna er hafin við að færa þjónustu opinberra aðila yfir í stafrænt umhverfi

Lesa meira

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2019-2020

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2019-2020 er lokið. Alls bárust Námsleyfasjóði 189 fullgildar umsóknir. Fjármagn til úthlutunar leyfði að veitt yrðu 42 námsleyfi, þar af eitt til sex mánaða. Aðeins var hægt að verða við um 22% þeirra beiðna sem fyrir lágu og því ljóst að mörgum fullgildum umsóknum varð að hafna.

Lesa meira

Orkuendurvinnsla á plasti

Leita verður allra leiða til að takast á við plastmengun, einn alvarlegasta umhverfisvanda samtímans. Orkuendurvinnsla á plasti er sú leið sem litið er helst til á hinum Norðurlöndunum. Ekki er síður mikilvægt að eyða plasti en að endurvinna plast, svo að ná megi  tökum vandanum.   

Lesa meira

Aðgerðaáætlun um að draga úr plastmengun

Samband íslenskra sveitarfélaga telur brýnt að draga úr plastmengun og lýsir áhuga á að ræða við umhverfis- og auðlindaráðherra um aðgerðir sem samráðsvettvangur um aðgerðir til að draga úr plastmengun hefur lagt fram. Þetta kemur fram í umsögn sambandsins um drög að aðgerðaáætlun til að draga úr plastmengun: „Með vinnu samráðsvettvangsins er stigið fyrsta skrefið í átt að þessu markmiði en áður en ákvarðanir eru teknar um val á leiðir þarf að liggja fyrir vönduð ábata- og kostnaðargreining um þær mögulegu leiðir sem samráðsvettvangurinn bendir á. Af hálfu sambandsins er eindregið tekið undir lokaorð skýrslunnar um að tillögurnar nýtist til að vinna áfram að verkefninu en þar er jafnframt lögð áhersla á að víðtækt samráð verði haft við haghafa um að koma þeim í framkvæmd.“

Lesa meira

Fyrstu skrefin á níu tungumálum

Innflytjendaráð hefur í samvinnu við Fjölmenningarsetur og velferðarráðuneytið gefið út upplýsingabæklinginn Fyrstu skrefin í nýrri og uppfærðri útgáfu. Í bæklingnum er fjallað um helstu atriði sem fólk þarf að vita við flutning til Íslands. Hann var síðast uppfærður árið 2011.

Lesa meira

Jöfn tækifæri til tónlistarnáms

Undirritað var í dag nýtt samkomulag ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám. Samkomulagið er til ársins 2021 og er ætlað að jafna aðstöðumun til tónlistarnáms á framhaldsstigi og söngnáms á mið- og framhaldsstigi, auk þess að festa betur í sessi fjármögnun þessara námsgreina. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður og Karl Björnsson, framkvæmdastjóri, undirrituðu samkomulagið fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga, en Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að hálfu ríkisins.

Lesa meira

Stafræn framtíð hins opinbera – hvernig byrjum við?

Dagur upplýsingatækninnar 2018, UT-dagurinn, fer fram 6. desember nk. með ráðstefnu á Grand hóteli í Reykjavík.  Yfirskrift dagsins er stafræn framtíð hins opinbera – hvernig byrjum við?

Lesa meira

Nýjar reglugerðir sem lúta að þjónustu við fatlað fólk

Birtar hafa verið fimm nýjar reglugerðir vegna þjónustu við fatlað fólk og eftirlits með aðbúnaði á heimilum og stofnunum sem þjóna fötluðum. Reglugerðirnar eru settar með stoð í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem tóku gildi 1. október síðastliðinn og er ætlað að stuðla að umbótum hver á sínu sviði.

Lesa meira

Fyrsta heilbrigðisstefna landsins í mótun

Sveitarfélögin hafa mikilvægu hlutverki að gegna innan heilbrigðiskerfisins með þeirri þjónustu sem þeim ber að veita samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, lögum um málefni aldraðra og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Í drögum að heilbrigðisstefnu, þeirri fyrstu sem hefur verið mörkuð hér á landi, er lagt til að ákvarðanir um heilbrigðisþjónustu séu teknar sem næst þeim sem þurfi á þjónustunni að halda. 

Lesa meira

Takmarka skal aðgang að persónuupplýsingum

Gæta verður að meðalhófsreglu nýrra persónuverndarlaga, þegar starfsmönnum er veittur aðgangur að persónugreinanlegum upplýsingum. Í úrskurði Persónuverndar vegna aðgangs starfsmanna sveitarfélags að upplýsingum í þjóðskrá, kemur fram að meðalhófsregla persónuverndarlaga takmarki aðgang að upplýsingum við þá sem þurfi nauðsynlega á þeim að halda starfs síns vegna.

Lesa meira

Jarðvegur fyrir miðhálendisþjóðgarð kannaður

Textadrög að fyrstu verkefnum þverpólitískrar nefndar, sem vinnur nú að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, eru nú til umsagnar í samráðsgátt ríkisins. Sveitarfélög eru hvött til að kynna sér tillögur nefndarinnar og skila inn umsögn um málið. Einkum eru þau sveitarfélög sem liggja að hálendinu hvött til að láta sig málið varða. Málið snertir þó öll sveitarfélög landsins, með einum eða öðrum hætti. 

Lesa meira