Beint streymi frá UT-deginum

Streymt verður beint frá ráðstefnu UT-dagsins, sem fer fram á Grand hóteli.  Yfirskrift dagsins er stafræn framtíð hins opinbera – hvernig byrjum við? og vísar til þess að vinna er hafin við að færa þjónustu opinberra aðila yfir í stafrænt umhverfi

Streymt verður beint frá ráðstefnu UT-dagsins, sem fer fram á Grand hóteli í Reykjavík í dag.  Yfirskrift dagsins er stafræn framtíð hins opinbera - hvernig byrjum við? og vísar til þess að vinna er hafin við að færa þjónustu opinberra aðila yfir í stafrænt umhverfi á island.is. Fjöld áhugaverðra erinda er á dagskrá og verða upptökur af einstökum erindum gerðar aðgengilegar á vef sambandsins. Ráðstefnan hefst kl. 10:00 og má fylgjast með streymi hér á vef sambandsins á www.samband.is/beint.