Jarðvegur fyrir miðhálendisþjóðgarð kannaður

Textadrög að fyrstu verkefnum þverpólitískrar nefndar, sem vinnur nú að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, eru nú til umsagnar í samráðsgátt ríkisins. Sveitarfélög eru hvött til að kynna sér tillögur nefndarinnar og skila inn umsögn um málið. Einkum eru þau sveitarfélög sem liggja að hálendinu hvött til að láta sig málið varða. Málið snertir þó öll sveitarfélög landsins, með einum eða öðrum hætti. 

Textadrög að fyrstu verkefnum þverpólitískrar nefndar, sem vinnur nú að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, eru nú til umsagnar í samráðsgátt ríkisins. Verkefnin snúa annars vegar að greiningu tækifæra með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu á byggðaþróun og atvinnulíf og hins vegar er um að ræða tillögur að helstu áherslum í atvinnustefnu.

Umsagnarfrestur var til 7. desember eða tvær vikur. Sá frestur hefur nú verið framlengdur til 21. desember nk. að beiðni Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem þótti upphaflegi fresturinn heldur stuttur. 

Sveitarfélög eru hvött til að kynna sér þessar fyrstu tillögur nefndarinnar og skila inn umsögn um málið. Einkum eru þau sveitarfélög sem liggja að hálendinu hvött til að láta sig málið varða. Málið snertir þó öll sveitarfélög landsins, með einum eða öðrum hætti. 

Í apríl 2018 skipaði umhverfis- og auðlindaráðherra þverpólitíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og fól henni að vinna tillögur vegna slíkrar þjóðgarðsstofnunar. Nefndin mun skila lokatillögum sínum til ráðherra í september 2019. 

Nefndinni hefur verið falið að gera tillögur um eftirtalin verkefni: 

  • Greining tækifæra með stofnun miðhálendisþjóðgarðs á byggðaþróun og atvinnulíf 
  • Tillögur að helstu áherslum í atvinnustefnu 
  • Skilgreining á mörkum miðhálendisþjóðgarðs 
  • Áherslur varðandi skiptingu landsvæða innan þjóðgarðsins í verndarflokka 
  • Umfjöllun um hugsanlegar aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar, svæðisskiptingu og rekstrarsvæði 
  • Tillögur að helstu áherslum í stjórnunar- og verndaráætlun 
  • Tillögur að lagafrumvarpi um þjóðgarðinn sem tekur til stjórnskipulags 
  • Áætlun vegna fjármögnunar þjóðgarðsstofnunar á miðhálendinu