Fréttir og tilkynningar

Samráðsfundur með umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála, heimsótti í dag, 10. ágúst, skrifstofur Sambands íslenskra sveitarfélaga í Borgartúni. Ráðherra fékk að sjálfsögðu skoðunarferð um húsnæðið, sem nýlega var tekið algerlega í gegn.

Lesa meira

Stuðningur við sveitarfélög vegna móttöku barna á flótta

Mennta- og barnamálaráðherra vakti í vor athygli sveitarfélaga á því að rafrænt eyðublað til að sækja um stuðning vegna móttöku barna á flótta er aðgengilegt á Eyðublaðavef Stjórnarráðsins.

Lesa meira

Drög að reglugerð um tengiliði og málstjóra

Sambandið vekur athygli sveitarfélaga á því að í samráðsgátt stjórnvalda er nú að finna drög að reglugerð um tengiliði og málstjóra samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna.

Lesa meira

Spurt og svarað um stefnumótun sveitarfélaga á málefnasviði innviðaráðuneytis

Innviðaráðuneytið boðar til kynningarfundar vegna stefnumótunar á sviði sveitarfélaga, skipulags- og húsnæðismála.

Lesa meira

Starfshópur um nýtingu vindorku

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur skipað þriggja manna starfshóp til að gera tillögur til ríkisstjórnarinnar varðandi nýtingu vindorku, þ.á.m. um lagaumhverfi hennar og hvernig verði tekið á ýmsum álitamálum.

Lesa meira

Vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar komin út

Vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar 2022 var kynnt um miðjan júlí. Helgi Aðalsteinsson, sérfræðingur á kjarasviði sambandsins, á sæti í nefndinni fyrir hönd sambandsins.

Lesa meira

Tvær í framboði til formanns sambandsins

Í gærkvöldi rann út frestur til að bjóða sig fram til formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga og hafa tveir einstaklingar boðið sig fram en það eru Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði.

Lesa meira

Rammasamningur um húsnæðisuppbyggingu

Í dag, 12. júlí, var undirritaður rammasamningur um húsnæðisáætlun til tíu ára. Aðilar að samningnum eru innviðaráðuneyti, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Sérfræðingur í stafrænni umbreytingu

Í boði er áhugavert starf í stafrænu umbreytingarteymi innan Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Framboðsfrestur til formannskjörs er til 15. júlí

Breytingar voru gerðar á samþykktum sambandsins á seinasta kjörtímabili sem fela í sér að formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga verður nú kjörinn með beinni rafrænni kosningu en ekki á landsþingi eins og tíðkast hefur.

Lesa meira

Nýr kjarasamningur við stjórendur slökkviliða

Þann 29. júní sl. undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna nýjan kjarasamning vegna stjórnenda slökkviliða sem gildir frá 1. júní 2022 til 30. september 2023.

Lesa meira

Handbók um framkvæmd úrgangsstjórnunar komin út

Handbók um framkvæmd úrgangsstjórnunar hefur verið gefin út og er birt á vefsíðu Umhverfisstofnunar. Um er að ræða vegvísi sveitarfélaga í úrgangsmálum sem fjallar um þær stefnumótandi ákvarðanir og þjónustu sem sveitarstjórnum eru faldar samkvæmt lögum.

Lesa meira

Sérfræðingur í málefnum barna

Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða sérfræðing í málefnum barna

Lesa meira

Starfshópur um innleiðingu barnaverndarlaga

Í mars sl. tók starfshópur um innleiðingu barnaverndarlaga til starfa sem var skipaður af mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Lesa meira

Enginn afgangur af rekstri

Hag- og upplýsingasvið hefur nú safnað saman ársreikningum A-hluta 64 af þeim 69 sveitarfélögum sem við lýði voru árið 2021. Í þessum sveitarfélögum búa yfir 99% landsmanna.

Lesa meira

Viljayfirlýsing um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk undirrituð

Þann 21. júní sl. undirrituðu félags- og vinnumarkaðsráðherra, heilbrigðisráðherra, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og formaður Landsambands eldri borgara, viljayfirlýsingu um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk.

Lesa meira

Innleiðing aðgerðaáætlunar um geðrækt, forvarnir og stuðning við börn og ungmenni

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, mun í haust hefja undirbúning að innleiðingu aðgerðaáætlunar um geðrækt, forvarnir og stuðning við börn og ungmenni í leik-, grunn- og framhaldsskólum.

Lesa meira

Byggðaáætlun 2022-2036 samþykkt á Alþingi

Alþingi samþykkti 15. júní sl. þingsályktunartillögu innviðaráðherra um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2022-2026.

Lesa meira