Nýr kjarasamningur við stjórendur slökkviliða

Þann 29. júní sl. undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna nýjan kjarasamning vegna stjórnenda slökkviliða sem gildir frá 1. júní 2022 til 30. september 2023.

Kjarasamningurinn byggir á gildandi kjarasamningi aðila en er aðlagaður þeim hópi sem hann gildir fyrir þ.e. slökkviliðsstjórum, varaslökkviliðsstjórum og staðgenglum slökkviliðsstjóra samkvæmt 7.gr. reglugerðar nr. 747/2018 með starfssvæði yfir 100.000 íbúa.

Ekki er gert ráð fyrir viðbótarkostnaði vegna samningsins, enda tekur hann við af gildandi kjarasamningi aðila sem heldur áfram gildi sínu fyrir aðra félagsmenn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna út 30. september 2023.

Kjarasamningurinn fer nú í kynningu meðal stjórnenda slökkviliða og mun niðurstaða atkvæðagreiðslu liggja fyrir þann 30. ágúst 2022.