Framboðsfrestur til formannskjörs er til 15. júlí

Breytingar voru gerðar á samþykktum sambandsins á seinasta kjörtímabili sem fela í sér að formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga verður nú kjörinn með beinni rafrænni kosningu en ekki á landsþingi eins og tíðkast hefur.

Framboðsfrestur til formannskjörs er til og með 15. júlí og kjörgengir eru aðal- og varamenn í sveitarstjórn. Þeir sem ætla að bjóða sig fram er bent á að tilkynna með því að senda tölvupóst á samband@samband.is

Rétt til þátttöku í formannskosningu eiga landsþingsfulltrúar og skal rafræn kjörskrá liggja fyrir 20. júlí og vera byggð á kjörbréfum sem hafa borist frá sveitarfélögum fyrir 15. júlí. Það er því mikilvægt að kjörbréf berist sambandinu á samband@samband.is fyrir þann tíma.

Kosningin skal hefjast 15. ágúst og standa í tvær vikur. Úrslit skulu kynnt þegar þau liggja fyrir. Frekari upplýsingar verða sendar út þegar nær dregur kosningum.