Innviðaráðuneytið boðar til kynningarfundar vegna stefnumótunar á sviði sveitarfélaga, skipulags- og húsnæðismála.
Miðvikudaginn 10. ágúst nk. kl. 14:00-14:40 býður innviðaráðuneytið sveitarstjórnum og/eða fulltrúum þeirra að hitta fulltrúa ráðuneytisins óformlega á Teams til að leita svara við spurningum er kunna að hafa vaknað við svörun spurningarlista sem sendur var til sveitarfélaga í júní og um stefnumótunarferlið í heild sinni.
Hér að neðan má finna hlekk á fundinn sem stjórnendur sveitarfélaga eru hvattir til að senda áfram til hlutaðeigandi aðila innan sveitarfélagsins.
Þá minnir innviðaráðuneytið á að frestur til að skila inn svörum við spurningarlista ráðuneytisins er til og með 15. ágúst næstkomandi. Stefnumótunarvinnan heldur svo áfram fram á vetur.