Tvær í framboði til formanns sambandsins

Í gærkvöldi rann út frestur til að bjóða sig fram til formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga og hafa tveir einstaklingar boðið sig fram en það eru Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði.

Fráfarandi formaður, Aldís Hafsteinsdóttir, hefur gefið út að hún muni ekki sækjast eftir áframhaldandi formennsku þar sem hún hefur tekið við starfi sveitarstjóra í Hrunamannahreppi og mun hún jafnframt hafa þar búsetu. Aldís er því ekki kjörgeng til formennsku skv. samþykktum sambandsins.

Alls hafa 152 landsþingsfulltrúa atkvæðisrétt í formannskosningunni sem mun hefjast 15. ágúst og standa í tvær vikur.

Nánar um landsþingið og formannskjörið.