Vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar komin út

Vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar 2022 var kynnt um miðjan júlí. Helgi Aðalsteinsson, sérfræðingur á kjarasviði sambandsins, á sæti í nefndinni fyrir hönd sambandsins.

Kjaratölfræðinefnd er samstarfsnefnd ríkis, sveitarfélaga og heildarsamtaka á vinnumarkaði um tölfræði vegna kjarasamningsgerðar og er m.a. ætlað að stuðla að því að aðilar hafi sameiginlegan skilning á eðli, eiginleikum og þróun þeirra hagtalna sem mestu varða við gerð kjarasamninga.

Hér að neðan er tengill á heimasíðu Kjaratölfræðinefndar þar sem sjá má vorskýrsluna í heild sinni sem og ýmis fylgigögn hennar.  Einnig er tengill á frétt Stöðvar 2 þar sem Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður nefndarinnar, er til svara varðandi helstu niðurstöður skýrslunnar.  Ég læt kynningu Guðbjargar frá því á kynningarfundinum fylgja hér með sem viðhengi.