Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

10. okt. 2018 : Lyfjanotkun ungmenna - beint streymi

Lyfjanotkun ungmenna, íslenskur veruleiki er umfjöllunarefni morgunarverðarfundar Náum áttum sem stendur nú yfir á Grand hóteli. Fylgjast má með fundinum í beinu streymi á samband.is/beint. Einnig verða upptökur af erindum fundarins gerðar aðgengilegar hér á vef sambandsins.

Nánar...

09. okt. 2018 : Uppselt á fjármálaráðstefnu 2018

Uppselt er á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldinn verður 11.-12. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica.

Nánar...

09. okt. 2018 : Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2018

Fjarmalaradstefna-2018

Aldís Hafsteinsdóttir, nýkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, setur fjármálaráðstefnu 2018, fimmtudaginn næstkomandi þann 11. október. Meginþema ráðstefnunnar er að þessu sinni verkaskipting ríkis og sveitarfélaga ásamt þeim gráu svæðum sem óskýr verkaskipting leiðir til í opinberri þjónustu. 

Nánar...

05. okt. 2018 : Umhverfisstofnun hafnar niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála

Umhverfisstofnun hafnar niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um ógildingu starfsleyfa fiskeldisfyrirtækja í Patreksfirði og Tálknafirði. Leyfisútgáfa hafi verið í samræmi við lög og reglur og telur stofnunin að mörgum spurningum sé ósvarað varðandi úrskurði nefndarinnar. 

Nánar...

04. okt. 2018 : Íslenska er stórmál

Íslenskan stendur á tímamótum og mikilvægt er að tryggja að íslensk tunga standi jafnfætis öðrum málum og sé notuð á öllum sviðum þjóðlífsins. Svo segir meðal annars í viljayfirlýsingu, sem  undirrituð var á Skólamálaþingi Kennarasambands Íslands (KÍ) fyrr í dag.

Nánar...

04. okt. 2018 : Tvöföld lögheimilisskráning barna

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent frá umsögn um frumvarp sem heimilar lögheimilisskráningu barna hjá báðum foreldrum. Er í umsögninni áréttuð sú afstaða að sambandið hefur í sambærilegum málum lagst gegn slíkum skráningum og fremur talað fyrir skiptri búsetu barna til að jafna stöðu foreldra.

Nánar...

02. okt. 2018 : Rannsóknarskyldu gagnvart umhverfismati hafi ekki verið sinnt

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi rekstrarleyfi sem Matvælastofnun veitti Fjarðarlaxi og Arctic Sea Farm undir lok desembermánaðar á síðasta ári vegna 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi. Rök úrskurðarnefndar eru m.a. þau, að Matvælastofnun hafi ekki sinnt lögboðinni rannsóknarskyldu sinni á því hvort álit Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats framkvæmda myndaði nægilega traustan lagagrundvöll fyrir útgáfu rekstrarleyfisins. Úrskurðurinn virðist hafa leitt af sér verulega óvissu um stöðu fiskeldis.

Nánar...

02. okt. 2018 : Opið fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Opnað var fyrir umsóknir í Framkvæmdsjóð ferðamannastaða í gær. Umsóknarfrestur er til 28. október nk. en sjóðurinn styrkir framkvæmdir sveitarfélaga og einkaaðila á ferðamannastöðum að vissum skilyrðum uppfylltum.

Nánar...

02. okt. 2018 : Mannvirki og þjónusta á hálendinu kortlögð

Mannvirki-a-midhalendinu

Út er komin skýrslan Mannvirki á miðhálendinu, sem greinir frá mannvirkjum og þjónustu á miðhálendinu. Kemur þar m.a. fram að tæplega 600 byggingar tengdar ferðaþjónustu dreifist á tæplega 200 staði á miðhálendinu. Þá er yfirgnæfandi fjöldi ferðaþjónustubygginga litlir fjallaskálar, sem eru 50 m2 eða minni að stærð.

Nánar...
Síða 2 af 10