Fréttir og tilkynningar
Fyrirsagnalisti
Aukin áhersla á umbætur í opinberri starfsemi
Nýtt samkomulag ríkis og sveitarfélaga um afkomumarkmið og efnahag sveitarfélaga fyrir árin 2019-2023 var undirritað í dag af Halldóri Halldórssyni, formanni og Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga annars vegar og hins vegar af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurði Inga Jónssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Nánar...Ný mannfjöldaspá til ársins 2066
Viðvarandi fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu samfara stöðugri fólksfækkun víða í landsbyggðunum, er sú mynd sem dregin er upp í megindráttum í nýrri mannfjöldaspá Byggðastofnunnar til ársins 2066. Helstu ástæður má rekja til lækkandi frjósemishlutfalls og brottflutnings ungs fólks til á höfuðborgarsvæðið.
Nánar...Landsþing ungmennahúsa
Landsþing ungmennahúsa fór nýlega fram á Akureyri, en það er einn af þeim árlegu viðburðum sem Samfés gengst fyrir. Markmið landsþingsins er m.a. að gefa starfsfólki og ungu fólki í starfinu tækifæri til að hittast, tengjast, læra af hvert öðru og skiptast á skoðunum. Á meðal þess sem fjallað var um á þinginu voru ungmennahús framtíðarinnar.
Nánar...Vorþing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins 27.–28. mars 2018

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins er pólitískur samstarfsvettvangur evrópskra sveitarfélaga og svæða. Ísland á þrjá fulltrúa á þinginu sem stjórn sambandsins tilnefnir til fjögurra ára í senn. Þingið kemur saman tvisvar á ári, að vori og hausti í Evrópuráðshöllinni í Strassborg. Eitt af meginverkefnum þingsins er að hafa eftirlit með stöðu Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga, og eftirlit með framkvæmd sveitarstjórnakosninga í aðildarríkjum Evrópuráðsins. Þingið ályktar einnig um ýmis málefni sem varða sveitarstjórnarstigið, sérstaklega um lýðræðis- og mannréttindamál og er ályktununum eftir atvikum beint að þingi Evrópuráðsins og ráðherranefnd, svo og að ríkisstjórnum aðildarríkja Evrópuráðsins og sveitar- og svæðisstjórnum innan þeirra.
Nánar...Óskað eftir tilnefningum til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018
Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018 verða afhent á ráðstefnu um nýsköpun föstudaginn 8. júní 2018. Yfirskrift verðlaunanna í ár er „Betri opinber þjónusta með öflugu samstarfi og nýtingu stafrænna lausna“ en verðlaunin og ráðstefnan eru samvinnuverkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
Nánar...Viðkvæm álitamál og nemendur

Föstudaginn 27. apríl nk. efnir Samband íslenskra sveitarfélaga til morgunverðarfundar á Grand hóteli í Reykjavík. Fundurinn hefur yfirskriftina Viðkvæm álitamál og nemendur. Þar verður fjallað um hvaða erfiðleikar og áskoranir geta komið upp þegar fjallað er um viðkvæm álitamál í skólum eins og hryðjuverk, sjálfsvíg, andlát nákomins, einelti, skilnaði o.fl.? Eiga kennarar og annað starfsfólk skóla að leiða slíka umræðu?
Nánar...Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga
Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. fór fram föstudaginn 23. mars sl. á Grand Hótel Reykjavík. Sjálfkjörið var að þessu sinni í stjórn og varastjórn félagsins.
Nánar...Varhugavert að samþykkja breytingar á kosningalögum
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum rétt í þessu bókun um breytingar á kosningalögum. Bókunin var send formanni og varaformanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar auk þess sem forseti Alþingis fékk afrit af bókuninni og þess farið á leit að bókuninni yrði komið á framfæri við alla alþingismenn, fyrir atkvæðagreiðslu sem fram á að fara í dag.
Nánar...Kynningarfundur um handbók í íbúalýðræði
Samband íslenskra sveitarfélaga gekkst í gær fyrir kynningarfundi vegna handbókar um aðferðir og leiðir í íbúalýðræði sem kom nýlega út á vegum sambandsins. Fundarmönnum gafst einnig kostur á þátttöku með fjarfundarbúnaði. Kynningarfundinum var ætlað að fylgja eftir útgáfu handbókarinnar, sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi.
Nánar...Óráðlegt að breyta kosningalöggjöf svo skömmu fyrir kosningar
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur bent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á, að Evrópráðið ráðleggi almennt að breyta ekki kosningalöggjöf einu ári fyrir kosningar. Athugasemd þessa efnis var gerð við nefndina í dag vegna umsagnar sambandsins um frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna.
Nánar...