Málþing á vegum SSKS um orkumál

Sambandið vekur athygli á málþingi á vegum samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum (SSKS) undir yfirskriftinni Er íslensk orka til heimabrúksÐ

Á málþinginu munu ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson flytja ávarp, sem og forstjórar Landsvirkjunar og Landsnets ásamt fleirum.

Lagt er upp með virkri þátttöku þeirra sem koma á málþingið en tvö pallborð verða þar sem þátttakendur skiptast á skoðunum.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SSKS en þingið verður einnig í opnu og beinu streymi (ekki þarf að skrá sig í streymi).