Fréttir og tilkynningar

Fimm sveitarfélög taka þátt í verkefni um úrgangsstjórnun

Sveitarfélögin Garðabær, Ísafjörður, Rangárþing eystra, Skagafjörður og Suðurnesjabær hafa verið valin til þátttöku í verkefni um kostnað og tekjur sveitarfélaga í úrgangsstjórnun.

Lesa meira

Styrkveitingar úr Menntarannsóknarsjóði 2023

Mennta- og barnamálaráðherra hefur úthlutað styrkjum úr Menntarannsóknarsjóði. Sótt var um tæpar 342 m.kr. og hlutu sex rannsóknarverkefni styrk að heildarupphæð 157,7 m.kr.

Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum í tengslum við fjárfestingar í orkuskiptum

Íslenskum sveitarfélögum stendur nú til boða að sækja um styrk í svokallað European City Facility verkefni sem fjármagnað er af LIFE áætlun ESB.

Lesa meira

Félagar í FT og FÍH samþykkja nýjan kjarasamning

Félagar í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og félagar í Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) hafa nú samþykkt nýjan kjarasamning sem var undirritaður við Samband íslenskra sveitarfélaga fimmtudagskvöldið 14. desember sl.

Lesa meira

Matarsóun og gæði jarðvegs til umfjöllunar

Sveitarstjórnarvettvangur EES EFTA kom saman í Brussel dagana 6.-7. desember 2023. Að þessu sinni voru matarsóun og gæði jarðvegs helstu umfjöllunarefni vettvangsins.

Lesa meira

Þróun tekna eftir svæðum birt í nýrri skýrslu og mælaborði Byggðastofnunar

Atvinnuleysisgreiðslur lækkuðu um 57% milli áranna 2021 og 2022 á sama tíma og fjármagnstekjur jukust um 9%, launatekjur um 6% og heildartekjur einstaklinga um 3,4%.

Lesa meira

Samkomulag undirritað milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk

Ríki og sveitarfélög undirrituðu í dag samkomulag um breytingu á fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23% með samsvarandi lækkun tekjuskattsprósentu ríkisins.

Lesa meira

Ný reglugerð um opinber innkaup á vistvænum og orkunýtnum ökutækjum

Birt hefur verið í B-deild stjórnartíðinda reglugerð nr. 1330/2023 um opinber innkaup á vistvænum og orkunýtnum ökutækjum.

Lesa meira

Sveitarfélög bera ekki ábyrgð á aukaafurðum dýra

Samkvæmt minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga er söfnun, flutningur og önnur meðhöndlun aukaafurða dýra ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga.

Lesa meira

Haustskýrsla Kjaratölfræðinefndar 2023

Í nýrri skýrslu Kjaratölfræðinefndar sem birt var í morgun er fjallað er um þróun efnahagsmála og launa í yfirstandandi kjarasamningalotu sem og uppgjör vegna síðustu kjarasamningalotu árin 2019 til 2022.

Lesa meira

Loftslags- og orkumál sett á oddinn á fundi hagsmunasamtaka sveitarfélaga í Prag

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Margrét Sanders, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og stjórnarmaður í sambandinu, sóttu fund pólitískrar stefnumótunarnefndar hagsmunasamtaka sveitarfélaga í Evrópu – CEMR í Prag dagana 6.-7. desember. Á fundinum var áhersla á lofslags- og orkumál og kolefnishlutleysi Evrópu árið 2050, en fundurinn fór fram á sama tíma og lofslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna (COP28) var haldin í Dubai.

Lesa meira

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2024-2025

Í nóvember lauk úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2024-2025. Alls bárust Námsleyfasjóði 163 fullgildar umsóknir.

Lesa meira

Heiða Björg ræddi mikilvægi grænna umbreytinga fyrir sveitarfélögin á norrænni ráðstefnu í Hörpu

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, tók þátt í ráðstefnunni Green Transition on the Nordic Labor Market: A Tripartite Dialogue sem félags- og vinnumarkaðsráðherra bauð til í Hörpu þann 1. desember.

Lesa meira

Nýtt skipurit tekur gildi

Nýtt skipurit sambandsins tók gildi 1. desember. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að greiningu á skipulagi sambandsins í samráði við stjórn og ýmsa ráðgjafa þar sem horft var til bæði rekstrar og þjónustu sambandsins.

Lesa meira

Rekstrarkostnaður á heilsdagsígildi í leikskólum sveitarfélaga 2022

Út er komið yfirlitsskjal um rekstrarkostnað á hvert heilsdagsígildi leikskólabarna eftir stærð leikskóla árið 2022. Um er að ræða beinan rekstrarkostnað á leikskóla sveitarfélaga.

Lesa meira

Samstarfsverkefni um vinnuumhverfi starfsfólks í leik- og grunnskólum

Vinnueftirlitið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands eiga í samstarfi um verkefni sem hefur það markmið að meta áhættuþætti í vinnuumhverfi starfsfólks leik- og grunnskóla. Athugið að umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 15. desember nk.

Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og innflytjendaráð auglýsa eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála. Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarverkefni og efla rannsóknir á sviði málefna innflytjenda með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags.

Lesa meira

Óskað eftir umsóknum um styrki í nýjan vinnuverndarsjóð

Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á að Vinnueftirlitið hefur framlengt fresti til að skila inn umsókn um styrki í nýjan vinnuverndarsjóð, en hann er nú til 12. desemb

Lesa meira