Hamingja unga fólksins: Málþing í tengslum við Alþjóðlega hamingjudaginn

Í tilefni af Alþjóðlega hamingjudeginum 2024, miðvikudaginn 20. mars, standa Embætti landlæknis, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Samband íslenskra sveitarfélaga, Festa – miðstöð um sjálfbærni og Endurmenntun Háskóla Íslands að málþingi í hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 13:00–16:00.

Málþingið er öllum opið og verður í beinu streymi. Umfjöllunarefnið í ár beinist að ungu fólki en yfirskrift málþingsins er „Hamingja unga fólksins - hvernig undirbúum við þau sem best fyrir lífið?“. Áhersla þingsins í ár verður á vellíðan ungmenna og þátttöku þeirra á atvinnumarkaði.

Dagskrá:

13:00Opnun
Ávarp
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra
Hamingjutölur - Hvernig líður unga fólkinu okkar?
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsu hjá Embætti landlæknis og kennslustjóri diplómanáms í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun HÍ
Breyttar áherslur nýrra kynslóða á vinnumarkaði
Ísabella Ósk Másdóttir, samskiptastjóri Festu - miðstöðvar um sjálfbærni
„Heilsumst alla daga!“ - Lýðheilsa jafnt að innan sem utan Krónunnar
Fanney Bjarnadóttir, verkefnastjóri lýðheilsu hjá Krónunni
Getur hamingjan verið sjálfbær?
Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtogi á sviði sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu
14:10Kaffihlé
Valdefling ungs fólks fyrir bjartari framtíð: Að stuðla að hamingju, jafnrétti kynjanna og sjálfbærri þróun
Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi ásamt Thelmu Lind Árnadóttur og Sóleyju Guðjónsdóttur úr barna- og ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
„Frá vanvirkni til þátttöku“
Þverfaglegt þróunarverkefni hjá Sveitarfélaginu Árborg -
Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, deildarstjóri frístundaþjónustu Árborgar
„Gott að sjá þig!“ Upptekið ávarp
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Hamingjudans
Margrét Leifsdóttir, arkitekt og heilsumarkþjálfi
Pallborðsumræður
16:00Málþingslok

Fundarstjóri er Gunnar Hrafn Kristjánsson og pallborðsumræðum stjórnar Elín Hirst.

Hér má finna beint streymi.