Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

24. mar. 2017 Stjórnsýsla : XXXI. landsþing sambandsins vel sótt

XXXI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga fer nú fram á Grand hóteli í Reykjavík. Alls voru 160 sveitarstjórnarmenn og gestir mættir til þingsins, 104 kjörnir fulltrúar með atkvæðisrétt frá 66 sveitarfélögum og 53 fulltrúar með málfrelsi og tillögurétt.  Þá voru mættir 3 stjórnarmenn í sambandinu, 7 gestir og 23 starfsmenn. Enginn fulltrúi var frá 8 sveitarfélögum.

Nánar...

23. mar. 2017 Fjármál : Umsögn um frumvarp um afnám lágmarksútsvars

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um breytingu á tekjustofnalögum sem felur í sér afnám lágmarksútsvars.

Nánar...

21. mar. 2017 Umsagnir : Tvö ný frumvörp frá ráðherra sveitarstjórnarmála

Athygli sveitarfélaga er vakin á því að ráðherra sveitarstjórnarmála hefur lagt fram á Alþingi tvö ný frumvörp. Annars vegar um bílastæðagjöld og hins vegar um sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði

Nánar...

21. mar. 2017 Umhverfis- og tæknimál : Kortasjá um vistgerðir

Kortasja_Fundur

Stór áfangi í kortlagningu íslenskrar náttúru var kynntur á málþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfis- og auðlindaráðuneytis síðastliðinn föstudag, 17. mars. Þar voru kynntar niðurstöður flokkunar lands í vistgerðir og kortasjá opnuð sem sýnir útbreiðslu þeirra á landinu.

Nánar...

17. mar. 2017 Félagsþjónusta og forvarnamál : Raddir ungs fólks skipta máli!

20170317_111900

Á ráðtefnu Evrópu unga fólksins, Samfés, UMFÍ, Félag fagfólks í frítímaþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldin var í dag, föstudaginn 17. mars, var því varpað fram hvort það þurfi að leggja það til við löggjafann að æskulýðslög verði virt á þann hátt að sveitarfélög verði skylduð til að stofna ungmennaráð.

Nánar...

15. mar. 2017 Skipulags- og byggðamál : Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur úthlutað samtals 610 milljónum króna til 58 verkefna vítt og breitt um landið. Alls fá sveitarfélög úthlutað 406,6 milljónum króna að þessu sinni, sem nemur 67% af heildarúthlutuninni. Að auki hefur ráðherra ferðamála falið Ferðamálastofu að ganga til samninga við Vegagerðina um þróun á ölduspákerfi vegna Reynisfjöru og Kirkjufjöru. Gert er ráð fyrir að hægt verði að taka búnaðinn í notkun síðar á þessu ári og að kostnaður vegna þessa nemi um 20 m.kr.

Nánar...

14. mar. 2017 Þróunar- og alþjóðamál : Framtíð ESB og Evrópu viðfangsefni á fundi framkvæmdastjóra evrópskra sveitarfélagasambanda í Nantes

Dagana 14.-15. mars hittust framkvæmdastjórar evrópska sveitarfélagasambanda í Nantes undir merkjum Evrópusamtaka sveitarfélagasambanda (CEMR). Guðrún D. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Brussel-skrifstofu, sat fundinn fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga.

Nánar...

08. mar. 2017 Umhverfis- og tæknimál : Drög að frumvörpum um landgræðslu og skógrækt

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur óskað eftir umsögnum um frumvörp til laga, annars vegar um landgræðslu og hins vegar um skógrækt.

Nánar...
Síða 1 af 10