Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

18. maí 2018 : Úrbóta krafist vegna framkvæmdar á atkvæðagreiðslu utan kjörfundar

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga telur óásættanlegt að skortur á þjónustu af hálfu sýslumanna verði til þess að draga úr kjörsókn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Gerir stjórnin þá kröfu til dómsmálaráðuneytisins og sýslumannsembætta að þau tryggi að skipulag utankjörfundaratkvæðagreiðslu henti íbúum í hverjum landshluta, án þess að þeir þurfi að ferðast um langan veg.

Nánar...

18. maí 2018 : Viðbótarframlög vegna þjónustu við fatlað fólk

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2018 vegna þjónustu við fatlað fólk, alls 200 m.kr.

Nánar...

18. maí 2018 : Ný persónuverndarlöggjöf með heimild til ofursekta

Google-fridhelgi

Innleiðing á nýjum lögum um persónuvernd kallar á nýtt verklag hjá sveitarfélögum, með umtalsverðum kostnaðarauka og áhrifum á stjórnsýslu þeirra. Þá veita lögin Persónuvernd heimild til álagningar ofursekta, sem eiga sér engin fordæmi hér á landi gagnvart opinberum aðilum, að því er segir í minnisblaði sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánar...

16. maí 2018 : Málþing um samráð ríkis og sveitarfélaga haldið í Brussel

Samband íslenskra sveitarfélaga stóð að málþingi um samráð ríkis og sveitarfélaga 15. maí sl. í Brussel, í samstarfi við systursveitarfélagasambönd Austurríkis, Svíþjóðar, Skotlands, Hollands, Ítalíu og Danmerkur. 

Nánar...

16. maí 2018 : Foreldraverðlaun heimila og skóla

Verkefnið Láttu þér líða vel, hlaut í gær foreldraverðlaun 2018 hjá landssamtökum foreldra, Heimili og skóli. Því var ýtt úr vör fyrir tveimur árum í Vogaskóla að frumkvæði Guðrúnar Gísladóttur, kennara við skólann. Var þetta í 23. sinn sem verðlaunaafhending samtakanna fer fram.

Nánar...

14. maí 2018 : Umdeilt frumvarp um haf- og strandsvæðaskipulag

Vonbrigðum er lýst með, í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna frumvarps til nýrra laga um skipulag haf- og strandsvæða, að ákvæði um svonefnd svæðisráð standi óbreytt frá síðasta löggjafarþingi, þegar frumvarpið var upphaflega lagt fram.

Nánar...

09. maí 2018 : Ný upplýsingasíða um launakjör grunnskólakennara

Birtar hafa verið á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga upplýsingar um launakjör grunnskólakennara og þróun þeirra. Unnið hefur verið að því um nokkurt skeið að gera niðurstöður úr launakönnun sambandsins aðgengilegar og var ákveðið að flýta þeirri vinnu í ljósi þess, að kjaraviðræður standa nú yfir á milli Félags grunnskólakennara (FG) og sambandsins.

Nánar...

09. maí 2018 : Staða geðheilbrigðismála barna og ungmenna

Embætti landlæknis hefur gefið út skýrslu um geðheilbrigðismál barna og ungmenna, sem unnin er í tengslum við evrópska samstarfsverkefnið EU Compass for Action on Mental Health and Well-Being. Skýrslan inniheldur stöðugreiningu og framtíðarsýn innan málaflokksins og ábendingar um brýnustu forgangsmál.

Nánar...

07. maí 2018 : Framlengdur frestur til umsókna til nýsköpunarverðlauna

Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018 verða afhent á ráðstefnu um nýsköpun föstudaginn 8. júní 2018. Frestur til að skila inn tilnefningu hefur verið framlengdur til 14. maí 2018.

Nánar...

04. maí 2018 : Ein metnaðarfyllsta byggðaáætlun frá upphafi

Samband íslenskra sveitarfélaga telur, að byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024, sem lögð hefur verið fyrir Alþingi sem tillaga að þingsályktun, feli í sér í sér raunhæfar aðgerðir til styrkingar byggða. Í umsögn sambandsins um málið kemur jafnframt fram, að hér sé um eina metnaðarfyllstu tillögu að byggðaáætlun að ræða sem komið hefur fram.

Nánar...
Síða 1 af 10