Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

18. ágú. 2017 Fjármál : Tvöfalt meiri hagvöxtur utan höfuðborgar-svæðisins en á

Hagvöxtur mældist tvöfalt meiri utan höfuðborgarsvæðis en á, samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar Byggðastofnunar á hagvexti eftir landssvæðum árin 2008-2015. Mesti viðsnúningurinn á tímabilinu var á Reykjanesi og fór hagvöxtur þar úr -11% í 8% hagvöxt á tímabilinu.

Nánar...

14. ágú. 2017 Félagsþjónusta og forvarnamál : Styrkir til úttekta á aðgengismálum fatlaðs fólks

Velferðarráðuneytið  auglýsir  lausa  til umsóknar styrki til úttekta á aðgengismálum fatlaðs fólks. Styrkirnir eru veittir í samræmi við framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks þar sem gert er ráð fyrir úttektum á aðgengi að opinberum byggingum, umferðarmannvirkjum og öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að.

Nánar...

14. ágú. 2017 Kjara- og starfsmannamál : Hafnarfjarðarbær fær jafnlaunavottun

Hafnafjarðarbær er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að fá vottað jafnlaunamerki frá velferðarráðuneytinu. Markmiðið með innleiðingunni er að koma á og viðhalda launajafnrétti hjá Hafnarfjarðarbæ og uppfylla skyldur atvinnurekenda um að tryggja jafnan rétt kvenna og karla, greiða þeim jöfn laun og tryggja að þau njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Nánar...

11. ágú. 2017 Umhverfis- og tæknimál : Stuðlað að minni notkun plastpoka

Plaspokar-bannadir

Fyrsti plastpokinn sem var framleiddur hér á landi árið 1968, er enn til og verður svo um ókomin ár einhvers staðar í náttúrunni. Ástæðan er sú að plast brotnar niður á löngum tíma eða á 100-500 árum, allt eftir því hvernig það er gert. Sveitarfélög hafa mörg hver stuðlað að minni plastpokanotkun, eins og bent er á í fróðlegri samantekt í nýjasta tölublaði Sveitarstjórnarmála, en betur má ef duga skal.

Nánar...

10. ágú. 2017 Skólamál : Þátttaka barna á sveitarstjórnarstigi í málefnum sem þau varða

Barnasattmalans-minnst-i-REK

Þátttaka barna á sveitarstjórnarstigi í málefnum sem þau varða
Ungmennaráð sveitarfélaga gegna mikilvægu hlutverki fyrir innleiðingu á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar á þátttöku barna á sveitarstjórnarstigi í málefnum sem þau varða. Engin lagaleg skylda sé þó til staðar þegar kemur að starfsemi ungmennaráða eða markaðir tekjustofnar sem bendir til þess, að börn séu misjafnlega í sveit sett í þessum efnum, allt eftir búsetu.

Nánar...

10. ágú. 2017 Félagsþjónusta og forvarnamál : Stuðningur við uppbyggingu sveitarfélaga á húsnæði fyrir fatlað fólk

Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mun framvegis veita framlög til jöfnunar á nýbyggingum fyrir fatlað fólk með miklar og sértækar stuðningsþarfir. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og formaður og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýlega viljayfirlýsingu þess efnis.

Nánar...

09. ágú. 2017 Skólamál : Málþing um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi

Málþing um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi verður haldið í Háskóla Íslands, Stakkahlíð, fimmtudaginn 24. ágúst nk. kl. 10-16.

Nánar...

19. júl. 2017 Stjórnsýsla : Úrskurður um löggæslukostnað vegna bæjarhátíðar

Þann 30. júní sl. var kveðinn upp úrskurður í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í máli sem varðaði kæru Norðurþings vegna þeirrar ákvörðunar lögreglustjórans á Norðurlandi eystra að krefja sveitarfélagið um greiðslu kr. 600.000 vegna löggæslukostnaðar í tengslum við bæjarhátíðina Mærudaga sem haldin var í júlí 2016. 

Nánar...

19. júl. 2017 Stjórnsýsla : Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga verður lokuð frá og með mánudeginum 24. júlí til og með mánudeginum 7. ágúst vegna sumarleyfis starfsfólks.

Nánar...

13. júl. 2017 Fjármál : Ársreikningar sveitarfélaga 2016

 

Niðurstöður liggja nú fyrir um ársreikninga 63 af 74 sveitarfélögum landsins fyrir árið 2016. Í þessum sveitarfélögum búa vel yfir 99% landsmanna. Til nokkurra tíðinda ber að langtímaskuldir sveitarfélaga lækka milli ára um 4,8 ma.kr. eða sem nemur 2,9%. Hér er fyrst og fremst um að ræða verðtryggðar skuldir og hafa má í huga að vísitala neysluverðs hækkaði um 1,9% frá janúar 2016 til jafnlengdar 2017. Raunlækkun skulda er því um 4,7%.

 

Nánar...
Síða 1 af 10