Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

14. des. 2017 Skipulags- og byggðamál : Tillögur til eflingar ferðaþjónustunni

Ferðamálaráð lagði til við ferðamálaráðherra sl. haust, að sveitarfélögum verði heimilt að ákveða á eigin vegum leyfilegan dagafjölda heimagistingar innan 90 daga reglunnar. Einnig lagði ráðið til að nýr áfangastaðasjóður fái það hlutverk að efla vöruþróun og nýsköpun í ferðaþjónustu, að markaðsstofur landshlutana verði efldar og að gengisáhrif á ferðaþjónustu í dreifbýli verði greind, svo að dæmi séu nefnd.

Nánar...

08. des. 2017 Skipulags- og byggðamál : Fagnaðarefni að íbúum fjölgi

Thorlakshofn-12

Endurskoðun á úthlutunarreglum Jöfnunarsjóðs stendur nú yfir og eru framlög sjóðsins til fjölkjarna sveitarfélaga á meðal þess sem verið er að skoða. Staða sveitarfélaga sem njóta íbúafjölgunar hefur ekki verið rædd, að sögn Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. Efni standi ekki til að auka framlög sjóðsins út á fjölgun íbúa.

Nánar...

08. des. 2017 Skipulags- og byggðamál : Brýnt að efla sveitarstjórnarstigið

Nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jónsson, vill hefja samtal við sveitarfélögin um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Tillögur, sem starfshópur um eflingu þess lagði til við ráðherra fyrr á þessu ári, verða ólíklega að frumvarpi fyrir næsta vorþing. Of stutt er til þess, að mati ráðherrans nú, til sveitarstjórnarkosninga.

Nánar...

08. des. 2017 Fjármál : Skólamál bætast við myndrænt talnaefni

Lykiltölur í skólamálum hafa bæst við það talnaefni sem hefur verið fáanlegt á vef sambandsins einnig í myndrænni framsetningu. Þar með hafa fimm mismunandi talnaflokkar verið gerðir aðgengilegir fyrir myndræna greiningu.

Nánar...

07. des. 2017 Þróunar- og alþjóðamál : Sameiningar sveitarfélaga í Eistlandi

Á síðasta ári ákvað ríkisstjórn Eistlands að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á sveitarstjórnarstigi landsins og leitaði í smiðju til Finnlands í  þeim efnum. Finnar sóttu hins vegar sína fyrirmynd til Danmerkur, þar sem stórfelldar sameiningar sveitarfélaga áttu sér stað í kringum aldamótin. Þá  byggja yfirstandandi sameiningarferli í Noregi einnig á þessum grundvelli.

Nánar...

07. des. 2017 Stjórnsýsla : Af mörgu að taka í Sveitarstjórnarmálum

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, segist sjá tækifæri fyrir framhaldsskólann á Akranesi í þeim breytingum, sem fjórða iðnbyltingin hefur hrundið af stað í atvinnulífi landsmanna, í athyglisverðu viðtali í nýjasta tölublaði Sveitarstjórnarmála.

Nánar...

07. des. 2017 Þróunar- og alþjóðamál : Býr víkingur hér?

Cork_city_07

Cork-borg á Írlandi lýsir eftir samstarfsaðilum í Evrópuverkefni vegna menningartengdrar ferðaþjónustu. Um þróunarverkefni er að ræða sem byggir á menningararfleifð víkinga og snertir m.a. safnarekstur, markaðssetningu, staðfærslu, stafræna tækni, viðskiptaþróun í ferðaþjónustu og tengsl þéttbýlis og dreifbýlis.

Nánar...

05. des. 2017 Lýðræði og mannréttindi : Stafræna lýðræðisþróunin

„Betri bær“ eða Your Priorities hugbúnaðurinn hefur verið tekinn í notkun vítt og breitt um veröldina. Auk Íslands má nefna Ástralíu, Skotland, Eistland, Wales, Noreg og Möltu.

Nánar...

05. des. 2017 Stjórnsýsla : Reykjavik.is besti sveitarfélagavefurinn

Vefur Reykjvíkurborgar var valinn besti sveitarfélagavefurinn af dómnefnd UT-dagsins 2017. Af ríkisstofnunum bar nýi stjórnarráðsvefurinn sigur úr býtum. Val dómnefndar byggði á úttektinni Hvað er spunnið í opinbera  vefi?  sem farið hefur fram annað hvert ár allt frá árinu 2005.

Nánar...
Síða 1 af 10