Þjónustugátt sambandsins

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið í gagnið þjónustugátt til að auka og efla þjónustu við sveitarfélögin.

Þjónustugáttinni er ætlað að taka á móti öllum erindum, spurningum og fyrirspurnum frá sveitarfélögunum. Í gegnum hana er erindum svarað beint í samráði við þá sérfræðinga sem þekkja best til þess málaflokks sem um ræðir.

Þannig að ef starfsfólk þíns sveitarfélags þarf að leita til Sambands íslenskra sveitarfélaga þá viljum við biðja ykkur um að senda erindi á thjonusta@samband.is. Vonumst við til þess að þjónustugáttinn verði til þess að þjónusta sambandsins verði skilvirkari og að svör berist fljótt og örugglega til sveitarfélaganna.