Því ekki að tilnefna til Íslensku menntaverðlaunanna? Nú er hægt að senda inn tillögur um tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2024.
Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum.
Verðlaunin eru í fimm flokkum:
- Framúrskarandi skóla- eða menntaumbætur
- Framúrskarandi kennari
- Framúrskarandi þróunarverkefni
- Framúrskarandi iðn- og verkmenntun
- Hvatningarverðlaun til einstaklings, hóps eða samtaka
Frekari upplýsingar og tilnefningarform eru hér:
Tilnefningar skulu hafa borist fyrir 1. júní nk.
Öll geta verið með og sent inn tillögur !