IMaR 2024 ráðstefnan – sérkjör fyrir sveitarstjórnarfólk

Samband íslenskra sveitarfélaga er samstarfsaðili að IMaR 2024 sem haldin verður dagana 18.-19. apríl nk. á Hilton Reykjavik Nordica. IMaR (Innovation Megaprojects and Risk) ráðstefnan er árleg og er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Verkfræðingafélagsins.

Í ár er ráðstefnan að stórum hluta helguð sjálfbærni og sorporkumálum (e. Sustainability and waste to energy) sem sambandið telur eiga mikið erindi til sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Á IMaR stíga á stokk sumir helstu sérfræðinga landsins í þessum málum og einnig leiðandi sérfræðingar frá Evrópu. Má þar nefna Dr. Markus Haider, Dr. Ellu Stengler, Dr. Laura Caldera og ekki síst Dr. Gilbert Sylvius sem er einn helsti frumkvöðull Evrópu á sviði sjálfbærrar verkefnastjórnunar. Ætla má að sveitarstjórnarmenn fái frábært yfirlit um það helsta sem er að gerast í heiminum í þessum málum. Þá er fjöldi annarra þekktra fyrirlesara og má þar nefna metsöluhöfundinn Dan Gardner sem skrifaði “How Big Things Get Done” sem var valin bók ársins í fyrra hjá fjölda tímarita, til dæmis Financial Times og Economist.

Sambandið er í samstarfi við IMaR 2024 og sveitarstjórnarfólk sem skráir sig í gegnum vefsíðu sambandsins fær 25% afslátt af ráðstefnugjaldinu. Áhugasöm geta skráð hér sig til og með 16. apríl.

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast á vef IMaR.