Íslenskum sveitarfélögum stendur til boða að sækja um að verða eina af þremur menningarborgum Evrópu árið 2030 (e. European Capital of Culture – ECOC).
Menningarborg Evrópu hefur tvö markmið:
· Að standa vörð um og efla fjölbreytileika menningarheima í Evrópu og varpa ljósi á sameiginleg einkenni sem menningarheimar deila ásamt því að auka tilfinningu borgaranna fyrir því að tilheyra sameiginlegu menningarsvæði.
· Að stuðla að framlagi menningar til langtímaþróunar borga/bæja í samræmi við stefnu og forgangsröðun hvers og eins.
Sigurvegarar Menningarborgar Evrópu eiga möguleika á að hljóta Melina Mercouri verðlaunin, að upphæð 1,5 m. EUR. Sveitarfélög geta sótt um stök eða nokkur saman. Umsækjendur skulu tilkynna skriflega um áform sín um að leggja fram umsókn fyrir 16. september nk. Frekari upplýsingar má finna hér.