Sambandið hefur tekið saman umhverfisverkefni ársins 2023 

Sambandið hefur skilað skýrslu til umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytis (URN) um verkefni ársins 2023.

Skýrslan hefur tvíþætt markmið. Hið fyrra er að gera grein fyrir verkefnum samkvæmt samstarfssamningi um verkefni á sviði umhverfismála, EES-hagsmunagæslu o.fl. Hið síðara er að gera sérstaklega grein fyrir verkefnum um innleiðingu hringrásarhagkerfis sem styrkt hafa verið af ráðuneytinu.  

Sambandið og URN hafa að undanförnu unnið að gerð nýs samstarfssamnings þar sem núgildandi samningur er runninn út. Það er von sambandsins að skýrslan nýtist við að móta áframhaldandi farsælt samstarf sambandsins og ráðuneytisins og eru sveitarfélög hvött til að kynna sér efni hennar.  

Skýrsla til UAR 2023.