Byggingar- og niðurrifsúrgangur – skyldur sveitarfélaga  

Íslensk stjórnvöld hafa sett sér markmið um 70% endurnýtingarhlutfall byggingar- og niðurrifsúrgangs.

Markmiðið tengist rammatilskipun Evrópusambandsins frá árinu 2008 sem innleidd var í íslenska löggjöf 2014. Óvissa hefur ríkt um hvort sveitarfélög beri ábyrgð á að ná umræddu markmiði eða hvort sveitarfélögunum beri aðeins að sjá til þess að til staðar sé aðstaða til flokkunar byggingar- og niðurrifsúrgangs.   

Samband íslenskra sveitarfélaga aflaði minnisblaðs frá Environice, ráðgjafafyrirtæki í umhverfismálum. Niðurstaða minnisblaðsins felst í því að sveitarstjórnir beri ekki ábyrgð á að ná umræddu markmiði heldur eingöngu til þess að fullnægjandi aðstaða sé til staðar á móttöku- og söfnunarstöð til flokkunar. Sveitarstjórn ber þó skylda til að ákveða fyrirkomulag söfnunar og hefur möguleika á að setja ákvæði í samþykkt um meðhöndlun úrgangs sem skyldar lögaðila til flokkunar í ákveðna flokka. Niðurstaða minnisblaðsins hefur verið borin undir Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið sem hefur tekið undir það sem fram kemur í minnisblaðinu. Er því óumdeilt að skyldan til þess að ná umræddu markmiði hvílir á íslenska ríkinu en ekki sveitarfélögum.