Sveitarfélög bera ekki ábyrgð á að markmiðum um byggingar- og niðurrifsúrgang

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur látið vinna minnisblað, dags. nóv. 2022, um aðkomu sveitarfélaga að söfnun byggingar- og niðurrifsúrgangs og skyldur þeirra til að ná markmiðum sem um slíkan úrgang gilda um endurvinnslu og endurnýtingu.

Niðurstaðan er að sveitarfélög bera ekki ábyrgð á að markmiði um 70% endurnýtingarhlutfall byggingar- og niðurrifsúrgang verði náð. Heldur einungis að á móttöku- og söfnunarstöð sé aðstaða til flokkunar þessa úrgangs, sem stuðlar að því að markmiðið náist.

Samkvæmt 10. gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 með þeim breytingum sem taka gildi 1. janúar 2023 verður skylt að flokka byggingar- og niðurrifsúrgangur í a.m.k. spilliefni, timbur, steinefni, málm, gler, plast og gifs. Ljóst virðist að flokkunarskyldan liggi hjá byggingaraðilanum, en í lögum um meðhöndlun úrgangs kemur ekki ótvírætt fram hvort flokkunin skuli fara fram á byggingarstað eða hvort nægjanlegt sé að flokka úrganginn þegar komið er með hann á móttöku- og söfnunarstöð á vegum sveitarfélagsins. Ákvæði um þetta er hins vegar að finna í byggingarreglugerð.

Verkefnisstjórn sveitarfélaga um meðhöndlun úrgangs fundaði um málið þann 28. nóvember sl. tekur undir niðurstöður minnisblaðsins og telur mikilvægt að í reglugerð um meðhöndlun úrgangs verði kveðið skýrt á um skyldur sveitarfélaga til að taka á móti flokkuðum byggingarúrgangi. Einnig að uppfæra þurfi handbók um úrgangsstjórnun sveitarfélaga hvað þetta varðar.