Sveitarstjórnarkosningar

Ákvæði um kosningar til sveitarstjórna er að finna í lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998. Í lögunum er m.a. fjallað um kjördag, kosningarétt og kjörgengi, kjörskrár, kjördeildir og kjörstjórnir, framboð og umboðsmenn, atkvæðagreiðslur utan kjörfundar og á kjörfundi, atkvæðatalningu og kosningaúrslit, óleyfilegan kosningaáróður og kosningaspjöll o.fl.

Samkvæmt lögum nr. 98/2009 um breytingu á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðs Íslands fer dómsmála- og mannréttindaráðuneytið nú með framkvæmd sveitarstjórnarkosninga. Ráðuneytið heldur úti sérstökum kosningavef þar sem finna má margvíslegar upplýsingar um sveitarstjórnarkosningar, undirbúning og framkvæmd þeirra.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna

Í byrjun vetrar 2009 var lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna þar sem gert var ráð fyrir því að tekið væri upp persónukjör við sveitarstjórnarkosningar. Frumvarpið hefur ekki hlotið afgreiðslu á Alþingi og er enn til umfjöllunar í nefnd. Starfsmenn sambandsins tóku þátt í samráðshópi sem vann að gerð frumvarpsins og kynntu þeir frumvarpið á fundum landshlutasamtaka sveitarfélaga haustið 2009.

Magnús Karel Hannesson: Erindi um persónukjör

Lýðræði í sveitarfélögum


Senda grein

Verkefni sveitarfélagaÚtlit síðu: