Birtar hafa verið tvær nýjar reglugerðir um framkvæmd kosninga sem munu gilda við sveitarstjórnarkosningar 14. maí.
Þessar reglugerðir eru:
- Reglugerð um aðgang að og birtingu upplýsinga úr kjörskrá nr. 387/2022
- Reglugerð um kjörgögn, atkvæðakassa o.fl. nr. 388/2022
Athygli kjörstjórna er einnig vakin á því að á kosningavefnum hefur verið birt uppfærð skýringarmynd um hæfi kjörstjórnarmanna, vegna skyldleika eða mægða við frambjóðendur.
Minnt er á að frestur til að skila framboðslistum er til kl. 12 á hádegi föstudaginn 8. apríl.