Upptaka frá fundi um stafrænar áskoranir frambjóðenda í sveitarstjórnarkosningum

Þann 7. apríl síðastliðinn héldu Fjarskiptastofa, Fjölmiðlanefnd, Landskjörstjórn, lögreglan, netöryggissveitin CERT-IS og Persónuvernd sameiginlegan rafrænan fund um stafrænar áskoranir frambjóðenda í aðdraganda kosninga.

Erindi fluttu Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar, Gyða Ragnheiður Bergsdóttir, lögfræðingur hjá Persónuvernd, Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd, Arnar Stefánsson, lögfræðingur hjá Fjarskiptastofu, María Rún Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra og Bryndís Bjarnadóttir, sérfræðingur í netöryggissveit Cert-IS. Fundarstjóri var Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast upptökuna hér að ofan en einnig má finna upptökuna og glærur frá fundinum á vef Persónuverndar.