Fimmtudaginn 7. apríl verður haldinn opinn rafrænn fundur um stafrænar áskoranir frambjóðenda í aðdraganda sveitarstjórnakosninga hinn 14. maí næstkomandi.
Mikilvægt er að frambjóðendur og starfsmenn sveitarfélaga átti sig á þeim áskorunum er fylgja stafrænum heimi svo hægt sé að bregðast hratt og örugglega við ef eitthvað kemur upp á í aðdraganda kosninga.
Fundurinn er samstarfsverkefni Fjarskiptastofu, Fjölmiðlanefndar, Landskjörstjórnar, lögreglunnar, netöryggissveitin CERT-IS og Persónuverndar og fer fram fimmtudaginn 7. apríl frá 12:00 – 14:30
Fundurinn verður rafrænn og hér hægt er að nálgast nánari upplýsingar ásamt tengli á fundinn.
Kjörstjórnir og sveitarfélög eru hvött til þess að koma þessum upplýsingum áfram til frambjóðenda í sínu sveitarfélagi.