Kostnaður vegna sveitarstjórnarkosninga

Við gildistöku nýrra kosningalaga verður sveitarfélögum í fyrsta skipti gert að greiða fyrir aðkomu Þjóðskrár Íslands að undirbúningi sveitarstjórnarkosninga.

Þar sem ekki er að finna frekari leiðbeiningar í lögunum um hvernig kostnaður vegna sveitarstjórnarkosninga skiptist niður eftir sveitarfélögum, hefur verið reynt að finna leið til að skipta kostnaði niður á öll sveitarfélög. Tillaga Þjóðskrár að fastur grunnkostnaður, 122.331 kr. skiptist jafnt á öll sveitarfélög. Jafnframt greiði sveitarfélög hlutdeild í kostnaði miðað við íbúafjölda. Með þessari reikniaðferð verði kostnaður fámennra sveitarfélaga lítið eitt hærri en grunngjaldið á meðan fjölmennustu sveitarfélögin greiða hærra gjald.

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 25. mars 2022 var kostnaðaráætlun Þjóðskrár lögð fram. Niðurstaða umfjöllunar var að stjórnin fellst í ljósi aðstæðna á tillögu Þjóðskrár að kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga en felur framkvæmdastjóra að taka upp viðræður við ríkið sem miða að því að þessi þjónusta verði sveitarfélögum að kostnaðarlausu í framtíðinni.