Sveitarfélögin verða ekki fleiri en 64 eftir sveitarstjórnarkosningar í maí

Sameining sveitarfélaganna Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar annars vegar, og Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps hins vegar, samþykktu sameiningu í kosningum sem fram fóru 26. mars sl.

Það er því ljóst að sveitarfélögum mun fækka um a.m.k. 4 og verða ekki fleiri en 64 þegar kosið verður til sveitarstjórna um miðjan maí nk.

Stykkishólmur og Helgafellssveit

Íbúar í Helgafellssveit og Stykkishólmsbæ samþykktu sameiningartillöguna með afgerandi hætti. Tæplega 92% íbúa í Stykkishólmi samþykktu tillöguna, meðan tæplega 79% íbúa í Helgafellssveit sögðu já. 

Í næstu viku hefst undirbúningur og innleiðing sameiningartillögunnar, en íbúar munu kjósa nýja sveitarstjórn í sameinað sveitarfélag þann 14. maí næstkomandi. 

 HelgafellssveitHlutföllStykkishólmsbærHlutföll
4178,8%42291,7%
Nei917,3%347,4%
Auðir og ógildir23,8%40,9%
Greidd atkvæði52100,0%460100,0%
     
Á kjörskrá56 837 
Kjörsókn92,9% 55,0% 

Langanesbyggð og Svalbarðshreppur

Tillaga að sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps var samþykkt.. Í Langanesbyggð kusu 204 af 344 sem voru á kjörskrá eða 59,3%. Já sögðu 148 eða 73% en nei sögðu 53 eða 26% og 3 seðlar voru auðir eða 1%.
Í Svalbarðshreppi voru 70 á kjörskrá og af þeim kustu 52 eða 74%. Já sögðu 35 eða 67% og nei sögðu 17 eða 33%.