Aðgerðir ríkisins vegna COVID-19 sem varða sveitarfélögin

Á þessari síðu er gerð stuttlega grein fyrir þeim aðgerðum ríkisins vegna Covid-19 sem snúa ýmist beint eða óbeint að sveitarfélögum ásamt tengingum þeirra við viðspyrnuáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19. mars 2020.

Aðgerð Staða Nánari upplýsingar Viðspyrnuáætlun sambandsins
Allir vinna Í aðgerðapakka 1 var samþykkt tímabundin endurgreiðsla VSK vegna vinnu sem innt er af hendi á tímabilinu frá 1. mars 2020 til og með 31. desember 2020 á byggingarstað við byggingu, viðhald eða endurbætur á mannvirkjum til að bregðast við versnandi atvinnuástandi. Í aðgerðapakka 2 hefur þessi heimild verið útvíkkuð og nær nú einnig til framkvæmda á vegum sveitarfélaga.

Samþykkt var á Alþingi þann 17. desember 2020 að framlengja átakið Allir vinna út árið 2021.

Staða: Sveitarfélög geta nýtt sér þetta úrræði og er hægt að sækja um rafrænt á þjónustuvef Skattsins

Tengiliður: bryndis.gunnlaugsdottir@samband.is

Vefur skattsins

Frétt á vef sambandsins ásamt minnisblaði

Frétt um reglugerð með nánari skilgreiningum

Aðgerðin er í samræmi við viðspyrnuáætlun sambandsins
Fráveituframkvæmdir

Samþykktur var sérstakur stuðningur við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga að fjárhæð 200 m.kr. fyrir árið 2020. Þá hefur frumvarp um tíu ára átak í fráveitumálum verið samþykkt á Alþingi.

Reglugerð um úthlutun styrkja til fráveitna sveitarfélaga hefur verið samþykkt og mun umhverfisráðuneytið auglýsa árlega á vef ráðuneytisins eftir umsóknum um styrk.

Staða: Komið til framkvæmda.
Tengiliður: 
gudjon.bragason@samband.is

Frumvarp á vef Alþingis

Frétt á vef umhverfis-ráðuneytisins

Aðgerðin er í samræmi við viðspyrnuáætlun sambandsins
Aðgengismál

Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fær heimild til að veita styrki til sveitarfélaga til að fjármagna framkvæmdir til að bæta aðgengi fatlaðs fólks í fasteignum, mannvirkjum og útisvæðum á vegum sveitarfélaga.

Þann 7. maí 2021 var skrifað undir samkomulag milli sambandsins, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins um stórátak í aðgengismálum fyrir fatlað fólk í samvinnu við Örykjabandalag Íslands.

Staða: Unnið er að nánari útfærslu.
Tengiliður: 
tryggvi.thorhallsson@samband.is

Vefur Alþingis

Frétt um aðgengismál á vef samgöngu- og sveitarstjórnarr.

Aðgerðin er í samræmi við viðspyrnuáætlun sambandsins
Ýmis önnur fjárfestingaverkefni

 • 750 m.kr. varið í hafnarframkvæmdir.
 • 200 m.kr. í verkefni tengd sjúkrahúsi Akureyrar.
 • 300 m.kr. til heilbrigðisstofnana á Norðurlandi eystra og á Suðurnesjum.
 • 100 m.kr. til endurbyggingar gamla ríkisins á Seyðisfirði.
 • 350 m.kr. til ofanflóðavarna.
 • 350 m.kr. í flughlaðið á Akureyri og gerð akbrautar á Egilstaðaflugvelli.
 • 296 m.kr. til endurbóta á flugvöllum og í viðhaldsverkefni tengdum þeim t.d. 126 m.kr. framlag til Þórshafnarflugvallar og 80. m.kr. framlag til Ísafjarðarflugvallar.
 • 200 m.kr. varið í flugstöð á Akureyri
 • 200 m.kr. til sóknaráætlana landshluta við byggðaáætlun.
 • 100 m.kr. í verkefnið „Brothættar byggðir“.
 • 75. m. kr. í varnir gegn landbroti.

 

Aðgerð Staða Nánari upplýsingar Viðspyrnuáætlun sambandsins
Tilfærsla fjármuna innan Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Heimilt verður að nýta fjármagn Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að milda tekjufall Jöfnunarsjóðsins um allt að 1,5 ma.kr. Þessi fjárhæð verður endurgreidd fasteignasjóðnum á næstu árum.

Staða: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur að útfærslu
Tengiliður: 
tryggvi.thorhallsson@samband.is

Vefur Alþingis
Fjármálareglur sveitarfélaga

Samþykkt hefur verið heimild fyrir sveitarstjórnir að víkja tímabundið frá fjármálareglum 1. og 2. tölul. 2. mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, á árunum 2020–2022. Markmið lagabreytingarinnar er að tryggja sveitarfélögum aukið svigrúm til að ráðast í auknar fjárfestingar og mæta aðsteðjandi vanda í rekstri vegna þeirra óvæntu og skyndilegu aðstæðna sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur fyrir íslenskt efnahagslíf og búskap hins opinbera.

Staða: Komið til framkvæmda
Tengiliður: 
sigurdur.snaevarr@samband.is

Vefur Alþingis Aðgerðin er í samræmi við viðspyrnuáætlun sambandsins
Frestun gjalddaga fasteignaskatts

Gjaldendum fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði, skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 er heimilt að fresta gjalddögum. Gerir ákvæðið ráð fyrir því að sveitarfélögum sé skylt að verða við frestun gjalddaga uppfylli gjaldandi skilyrði frumvarpsins.

Staða: Komið til framkvæmda

Lækkun og niðurfelling dráttarvaxta á kröfur vegna fasteignaskatta af atvinnuhúsnæði og lenging lögveðsréttar

Með lögum nr. 22/2021 um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga vegna kórónuveirufaraldurs var sveitarfélögum veitt meira svigrúm við innheimtu fasteignaskatta þannig að nú er heimilt að lækka eða fella niður dráttarvexti á fasteignaskatta er lögð eru á atvinnuhúsnæði árin 2020-2022. Einnig var lögveðsréttur sveitarfélaga á fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði lengdur úr tveimur árum í fjögur ár.

Til þess að virkja þessa heimild þurfa sveitarfélög að samþykkja reglur þess efnis. Sambandið hefur útbúið drög að fyrirmynd að slíkum reglum.

Staða: Komið til framkvæmda


Tengiliður: 
bryndis.gunnlaugsdottir@samband.is

Frétt á vef sambandsins

Frétt á vef stjórnarráðsins

Lög nr. 22/2021 um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga

Drog að reglum um lækkun og niðurfellingu drattarvaxta á fasteignaskatta

Aðgerðin er í samræmi við viðspyrnuáætlun sambandsins
Endurskoðaðar áætlanir um framlög úr Jöfnunarsjóði
Vegna efnahagslegra áhrifa COVID-19 hafa framlög úr Jöfnunarsjóði verið endurskoðuð. Ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs gerði tillögur um áætlaðar úthlutanir á grundvelli endurmats á tekjum og hefur samgöngu- og sveitastjórnarráðherra samþykkt þær.

Staða: Tillögur samþykktar. 

Frétt á vef stjórnarráðsins
Tímabundin lækkun tryggingargjalds

Í tengslum við launahækkanir á grundvelli lífskjarasamningsins sem koma til framkvæmda um áramót hefur ríkisstjórnin ákveðið að beita sér fyrir tímabundinni lækkun á tryggingargjaldi, sem samsvarar viðbótarútgjöldum launagreiðenda vegna hækkananna. Fyrir sveitarfélögin þýðir þetta lækkun á útgöldum sem samsvarar um 480 m.kr.

Staða: Samþykkt í fjárlögum frá Alþingi.

Yfirlýsing í tengslum við yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga um opinber fjármál

 

Aðgerð Staða Nánari upplýsingar Viðspyrnuáætlun sambandsins
Sumarúrræði fyrir námsmenn 2020

Mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra hafa sett á fót samhæfingarhóp um atvinnu- og menntaúrræði. Hópnum er ætlað að skoða stöðu og möguleg menntaúrræði námsmanna og atvinnuleitenda við þær breyttu aðstæður sem orðnar eru í íslensku samfélagi.

Markmið hópsins er að blása til sóknar á íslenskum vinnumarkaði og styrkja enn frekar stoðir menntakerfisins með því að kortleggja stöðuna, samhæfa upplýsingastreymi og hafa yfirlit yfir aðgerðir og framkvæmd.

Fyrsta verkefni hópsins var að koma af stað átaki um sumarstörf- og sumarnám fyrir námsmenn. Alþingi samþykkti að verja um 2.200 m. kr. úr Atvinnuleysistryggingasjóði til að standa straum af átaksverkefni um að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Gert var ráð fyrir að með fjármagninu væri hægt að skapa um 3400 störf. Vinnumálastofnun ber ábyrgð á framkvæmd átaksins. Alls sóttu sveitarfélögin um 3076 störf og fengu úthlutað 1709 störfum.

Staða: Komið til framkvæmda
Tengiliður: 
valgerdur.run.benediktsdottir@samband.is

 

Frétt á vef stjórnarráðsins

Frétt á vef sambandsins

Aðgerðin er í samræmi við viðspyrnuáætlun sambandsins
Sumarúrræði fyrir námsmenn 2021

Ákveðið var að endurnýja átak um sumarstörf fyrir námsmenn. Í heild er gerð ráð fyrir að sveitarfélög fái um 1.400 störf til úthlutunar.

Staða: Í vinnslu.
Tengiliður: 
valgerdur.run.benediktsdottir@samband.is

Frétt um verkefnið  

 

Hefjum störf

Með átakinu Hefjum störf er stefnt að þvi að skapa allt að 7000 tímabundin störf. Atvinnuátakið er í samvinnu atvinnulífs, opinberra stofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka.

Staða: Í vinnslu.
Tengiliður: 
valgerdur.run.benediktsdottir@samband.is

Frétt um átakið

Aðgerð Staða Nánari upplýsingar Viðspyrnuáætlun sambandsins
Stuðningur við viðkvæm svæði

Gert er ráð fyrir 250 m.kr. til aðgerða á Suðurnesjum. Staðið verður fyrir átaki til að efla félagslega þátttöku og virkni íbúa með erlendan bakgrunn ásamt því að koma á fót þverfaglegum teymum á sviði félags-, heilbrigðis- og menntamála. Auk þess er fyrirhugað að styrkja og þróa Reykjanes Geopark og loks að sérstakur stuðningur verði veittur til símenntunarúrræða, atvinnutengds náms og eflingar rannsókna á svæðinu. Kynnt hefur verið aðgerðaáætlu með 17 aðgerðum til að bæta þjónustu og efla sveitarfélögin á svæðinu.

Samþykkt hefur verið að veita 150 milljóna framlagi úr ríkissjóði til að styðja við sveitarfélög sem eru í viðkvæmri stöðu vegna kórónuveirufaraldursins. Um er að ræða Skútustaðahrepp, Sveitarfélagið Hornafjörð, Skaftárhrepp, Mýrdalshrepp, Rangárþing eystra og Bláskógarbyggð.

Staða: Komið til framkvæmda
Tengiliður: 
maria.kristjansdottir@samband.is

Vefur Alþingis

Aðgerðir varðandi sveitarfélög á Suðurnesjum

Viðbótarfjármagn til sóknaráætlunar Suðurnesja

Stuðningur við sveitarfélög í viðkvæmri stöðu

Sveitarfélög sem standa höllum fæti

Gert er ráð fyrir 500 m.kr. framlagi árið 2020 sem nýtist til stuðnings þeim sveitarfélögum sem glíma við hvað mesta fjárhagserfiðleika vegna Covid-19faraldursins. Framlögin verða veitt í samstarfi við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og eftir atvikum Lánasjóð sveitarfélaga.

Staða: Samþykkt í fjárlögum frá Alþingi.

Yfirlýsing í tengslum við yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga um opinber fjármál
Stuðningur við börn á tekjulægri heimilum til að stunda íþrótta- og frístundastarf

900 m.kr. styrkur til tekjulágra heimila, þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir.

Staða: Komið til framkvæmda.
Tengiliður: 
maria.kristjansdottir@samband.is

Vefur Alþingis

Frétt

Átak gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum

Sérstök áhersla verður lögð á aðgerðir gegn heimilisofbeldi og ofbeldis gegn börnum, samtals 215 m.kr. Meðal helstu aðgerða er aukinn stuðningur við þolendur og fjölskyldur þeirra auk viðbótarframlaga til Barnahúss. Þá verður bætt við þremur stöðugildum lögreglu í fjóra mánuði á höfuðborgarsvæðinu til að efla samstarf lögreglu, félagsþjónustu og barnaverndar í sumar til að auðvelda markvissari aðkomu að þjónustu við börn í viðkvæmri stöðu.

Skipað hefur verið aðgerðateymi til að stýra og samræma vinnu við útfærslu aðgerða gegn ofbeldi.

Staða: Komið til framkvæmda.
Tengiliður: 
maria.kristjansdottir@samband.is

Vefur Alþingis

Aðgerðateymi gegn ofbeldi

Umsóknir um styrki

 

Félagsþjónusta og barnavernd í dreifðari byggðum

Byggðastofnun hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til sveitarfélaga í dreifðari byggðum vegna áskorana sem að fylgt hafa COVID-19 faraldrinum í félagsþjónustu og barnavernd vorið 2020. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Byggðastofnunar.

Staða: Umsóknarferli í gangi á vegum Byggðastofnunar.
Tengiliður: 
maria.kristjansdottir@samband.is

Vefur Alþingis

Auglýsing Byggðastofnunar

Auknar forvarnir og stuðningur við börn í skólum auk eflingar heilsugæslu í geðrækt

Heilsugæsluþjónusta um land allt verður stórefld með sérstakri áherslu á geðrækt og andlegt heilbrigði. Í því felst að sérhæfðu starfsfólki innan heilsugæslunnar verður fjölgað, s.s. geðlæknum, sálfræðingum og félagsráðgjöfum. Þá verður fjarheilbrigðisþjónusta aukin enn frekar sem og samhæfing og samræming þjónustu heilsugæslu á landsvísu. Ætlunin er að á meðan óvissuástand í þjóðfélaginu varir verði andleg líðan íbúa markvisst vöktuð og sérstaklega stendur til að efla geðræktarstarf, forvarnir og stuðning við börn og ungmenni í skólum. Gert er ráð fyrir 540 m.kr. fjárveitingu til þessa verkefnis. Nánari útfærsla verður kynnt síðar.

Staða: Unnið er að nánari útfærslu.
Tengiliður: 
maria.kristjansdottir@samband.is

Vefur Alþingis
Unnið gegn félagslegri einangrun viðkvæmra hópa, félagslegur stuðningur við fjölskyldur fatlaðra barna og verkefni til að styrkja stöðu barna af erlendum uppruna.

450 m.kr. verður varið til að vinna gegn félagslegri einangrun aldraðra og öryrkja. Félagsmiðstöðvar fyrir þessa hópa verða efldar, fjölskyldum fatlaðra barna verður veittur félagslegur stuðningur, landshlutateymi fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra styrkt og sérstök verkefni sett af stað til að styrkja stöðu barna af erlendum uppruna. Þá er lagt til að heimila sérstakar tímabundnar greiðslur til þeirra sem sinna umönnun langveikra barna sem búa við skerta þjónustu vegna áhrifa COVID-19 og er gert ráð fyrir 200 m.kr. vegna þessa.

Búið er að útfæra aðgerðir fyrir 75 m.kr. til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum Covid-19. Nánari upplýsingar má finna í frétt á vef sambandsins.

Búið er að útfæra aðgerðir fyrir 75 m.kr. vegna aukins félagsstarfs fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19. 32 sveitarfélög sóttu um styrk sumarið 2020 og uppfylltu þau öll skilyrði og fengu styrki.

Félags- og barnamálaráðherra, hefur undirritað breytingar á reglugerð um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna sem heimilar eingreiðslu til framfærenda barna með gilt umönnunarmat að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Búið er að úfæra 190 m.kr átaksverkefni til að fjölga tímabundnum úrræðum fyrir fatlaða.

Staða: Komið til framkvæmda.
Tengiliður: 
maria.kristjansdottir@samband.is

Vefur Alþingis

Aukið félagsstarf fullorðinna

Stuðningur við börn í viðkvæmri stöðu

Umönnunargreiðsla vegna fatlaðra og langveikra barna

Átaksverkefni til að fjölga tímabundnum úrræðum fyrir fatlaða

Frétt um félagsstarf fullorðinna

Frétt um sumarverkefni fyrir börn í viðkvæmri stöðu

Aukið fjármagn vegna NPA

Gert er ráð fyrir um 157 m.kr. einskiptisframlags til að fullfjármagna hlutdeild ríkissjóðs vegna fyrirliggjandi samninga sveitarfélaganna um notendastýrða persónulega aðstoð við fatlaða einstaklinga (NPA). Fjöldi NPA-samninga við árslok 2019 var 87 talsins og komið hefur í ljós að samningar þeir sem sveitarfélögin hafa gert og ríkið greitt 25% hlutdeild í hafa reynst verulega kostnaðarsamari en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.

Staða: Komið til framkvæmda.
Tengiliður: 
tryggvi.thorhallsson@samband.is

Vefur Alþingis
Aukið fjármagn til verndaðra vinnustaða

Gerð er tillaga um 100 m.kr. einskiptisframlag til að tryggja að starfsemi verndaðra vinnustaða skerðist ekki sökum faraldursins og afleiðinga hans.

Staða: Komið til framkvæmda.
Tengiliður: 
tryggvi.thorhallsson@samband.is

Vefur Alþingis
Aukið fjármagn vegna heimilislausra

Gert er ráð fyrir 100 m.kr. til að styrkja úrræði vegna heimilislausra með fjölþættan vanda. Gert er ráð fyrir að félagsmálaráðuneytið fari í samstarf við Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ um eflingu þjónustu við þennan hóp.

Staða: Komið til framkvæmda.

Vefur Alþingis

Frétt á vef Stjórnarráðsins

Málefni fatlaðs fólks

Gert er ráð fyrir 670 m.kr. aukaframlagi á árinu 2020 sem varið verði til framlaga til sveitarfélaga vegna málefna fatlaðs fólks.

Staða: Komið til framkvæmda.

Yfirlýsing í tengslum við yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga um opinber fjármál
Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga

Gert er ráð fyrir 720 m.kr. framlagi á árinu 2020 sem renni til sveitarfélaga þar sem kostnaður við fjárhagsaðstoð er yfir nánar tilgreindum mörkum.

Staða: Komið til framkvæmda.

Yfirlýsing í tengslum við yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga um opinber fjármál

 

Félagslegar aðgerðir fyrir aldraða

Ríkisstjórnin ákvað þann 20. nóvember 2020 að verkja 130 m.kr. í félagslegar aðgerðir fyrir aldraða. Lögð verður áhersla á að efla félagsstarf fullorðinna í samvinnu við sveitarfélög og vinna gegn félagslegri einangrun aldraðra með styrkjum til félagasamtaka sem sinna þeim þætti.

Staða: Unnið er að nánari útfærslu.

Tengiliður: maria.kristjansdottir@samband.is

Kynning á aðgerðum
Félagslegar aðgerðir fyrir fatlað fólk og börn

Ríkisstjórnin ákvað þann 20. nóvember 2020 að verja 368 m.kr. til félagslegra aðgerða fyrir fatlað fólk og börn. Lögð verður áhersla á að styrkja félagsstarf í vetur og sumar auk þess sem farið verður í vitundarvakningu og fræðslu til fatlaðs fólks og átak vegna biðlista hjá Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins.

Staða: Unnið er að nánari útfærslu.

Tengiliður: maria.kristjansdottir@samband.is

Kynning á aðgerðum
Félagslegar aðgerðir fyrir innflytjendur

Ríkisstjórnin ákvað þann 20. nóvember 2020 að verja 40 m.kr. til félagslegra aðgerða fyrir innflytjendur. Áfram verður lögð áhersla á aðgengi að upplýsingum með eflingu heimasíðu Fjölmenningarseturs auk þess sem sett verða af stað virkniúrræði fyrir ungmenni af erlendum uppruna sem hvorki eru í vinnu né námi.

Staða: Unnið er að nánari útfærslu.

Tengiliður: maria.kristjansdottir@samband.is

Kynning á aðgerðum
Félagslegar aðgerðir fyrir börn í viðkvæmri stöðu

Ríkisstjórnin ákvað þann 20. nóvember 2020 að verja 190 m.kr. til félagslegra aðgerða fyrir börn í viðkvæmri stöðu. Lögð verður áhersla á eflingu félagsstarfs fyrir börn í viðkvæmri stöðu, stuðning við sérstök verkefni og áframhaldandi stuðning lögreglu á höfuðborgarsvæðinu við börn í viðkvæmri stöðu.

Staða: Unnið er að nánari útfærslu.

Tengiliður: maria.kristjansdottir@samband.is

Kynning á aðgerðum
Stuðningur við félagasamtök sem styðja við viðkvæma hópa

Ríkisstjórnin ákvað þann 20. nóvember 2020 að verja 80 m.kr. til stuðnings við félagasamtök sem styðja við viðkvæma hópa. Stutt verður áfram við starfsemi frjálsra félagasamtaka sem sannað hafa mikilvægi sitt á tímum COVID-19 heimsfaraldurs. Hér er meðal annars um að ræða félagasamtök sem þjónusta fólk sem býr við félagslega einangrun, andlegt álag og/eða fátækt. Enn fremur verður horft til félagasamtaka á sviði neytendaverndar sem sinna mikilvægu þjónustuhlutverki á tímum sem þessum.

Staða: Komið til framkvæmda.

Tengiliður: maria.kristjansdottir@samband.is

Kynning á aðgerðum
Þjónusta við heimilislaust fólk

Ríkisstjórnin ákvað þann 20. nóvember 2020 að verja 42,5 m.kr. til þjónustu við heimilislaust fólk. Ráðgert er að semja við Reykjavíkurborg um að sinna áfram þjónustu við heimilislausa af báðum kynjum til að tryggja fullnægjandi aðbúnað þeirra á tímum COVID-19 þegar sóttvarnir skipta miklu máli.

Staða: Komið til framkvæmda.

Tengiliður: maria.kristjansdottir@samband.is

Kynning á aðgerðum
Verndun heimilanna

Ríkisstjórnin ákvað þann 20. nóvember 2020 að verja 45. m.kr. til verkefna er varða verndun heimilanna. Lögð verður áhersla á að auka aðgengi að upplýsingum og tryggja leiðbeiningaskyldu stjórnvalda um úrræði velferðarþjónustunnar sem standa öllum samfélagsþegnum til boða.

Staða: Unnið er að nánari útfærslu.

Tengiliður: maria.kristjansdottir@samband.is

Kynning á aðgerðum

Aðgerð Staða Nánari upplýsingar Viðspyrnuáætlun sambandsins
Stafræn stjórnsýsla

Á árinu 2020 er 100 m.kr. tímabundnu framlagi veitt til að efla stafræna stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélaga til að koma megi á miðlægu samstarfi sveitarfélaga til þess að efla stafræna þjónustu á sveitarstjórnarstigi um landið. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið í samstarfi við sambandið er byrjað að vinna að nánari útfærslu.

Útfærslan snýr að því að nýta og þróa stafræna innviði sem byggðir hafa verið upp hjá ríkinu fyrir miðlæga þjónustugátt Island.is fyrir sveitarfélögin þ.a.m. tengingu við strauminn (x-road) og rafrænt pósthólf og nýta umsókn um fjárhagsaðstoð sem þróuð var af Reykjarvíkurborg fyrir sveitarfélögin í þeirri uppbyggingu.

Staða: Unnið er að nánari útfærslu
Tengiliður: 
fjola.maria.agustsdottir@samband.is

Vefur Alþingis
Sviðmyndalíkan um fjármál sveitarfélaga

Veitt er tímabundið 25 m.kr. framlag til áframhaldandi þróunar á líkani um fjármál sveitarfélaga. Með líkaninu verður sveitarfélögum auðveldað að setja upp sviðsmyndir um þróun fjármála sveitarfélaga. Ennfremur verður með líkaninu hægt að greina langtímaþróun fjármála sveitarstjórnarstigsins, þ.á m. hvort fjármálin séu sjálfbær til lengri tíma.

Staða: Unnið er að nánari útfærslu
Tengiliður: 
sigurdur.snaevarr@samband.is

Vefur Alþingis
Stefnumörkun um sjálfbærni sveitarfélaga

Gert er ráð fyrir 935 m.kr. framlagi sem styðji við stefnumarkandi áætlun stjórnvalda um eflingu sveitarstjórnarstigsins og aukna sjálfbærni þess með sameiningum sveitarfélaga. Hluti framlagsins verði nýttur til umbóta á sviði starfrænna lausna hjá þeim sveitarfélögum sem fara í sameiningarferli án næstu tveimur árum.

Staða: Samþykkt í fjárlögum frá Alþingi.

Yfirlýsing í tengslum við yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga um opinber fjármál

 

 

Aðgerð Staða Nánari upplýsingar Viðspyrnuáætlun sambandsins
Hlutastarfaleiðin – Minnkað starfshlutfall

Alþingi hefur samþykkt frumvarp um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitenda.

Staða: Komið til framkvæmda

Vinnumálastofnun

Stjórnarráðið

Aukin tækifæri til menntunar

Mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra hafa sett á fót samhæfingarhóp um atvinnu- og menntaúrræði. Hópnum er ætlað að skoða stöðu og möguleg menntaúrræði námsmanna og atvinnuleitenda við þær breyttu aðstæður sem orðnar eru í íslensku samfélagi.

Markmið hópsins er að blása til sóknar á íslenskum vinnumarkaði og styrkja enn frekar stoðir menntakerfisins með því að kortleggja stöðuna, samhæfa upplýsingastreymi og hafa yfirlit yfir aðgerðir og framkvæmd.

Á grundvelli tillagna hópsins hefur þegar verið hrint af stað verkefni er varða sumarstörf og sumarnám fyrir námsmenn en unnið er að frekari tillögum.

Þann 25. ágúst 2020 kynnti félagsmálaráðherra frekari tillögur um tækifæri til náms m.a. nýtt átak sem ber heitið Nám er tækifæri. Sjá nánar í frétt hér til hliðar.

Staða: Hluti komin til framkvæmda en frekari tillögur væntanlegar
Tengiliður: 
valgerdur.run.benediktsdottir@samband.is

Frétt á vef stjórnarráðsins

Frétt á vef sambandsins

Nám er tækifæri

Upplýsingar um aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19. Upplýsingar um aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19.