Upplýsingasíða vegna COVID-19

COVID-19 faraldurinn hefur breiðist hratt út um heimsbyggðina frá árinu 2020. Veiran smitast milli manna og getur hún valdið alvarlegum veikindum.

Samband íslenskra sveitarfélaga gaf í marsmánuði 2020 út viðbragðsáætlun fyrir sambandið sem þjónar þeim tilgangi að vera stjórnendum sambandsins til stuðnings um það hvernig takast eigi á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum. Viðbragðsáætluninni er ætlað að segja fyrir um viðbrögð innan sambandsins í kjölfar heimsútbreiðslu inflúensu.

Á þessari síðu hefur sambandið safnað saman upplýsingum er varða sveitarfélögin sem og upplýsingar sem margar hverjar eru aðgengilegar eru á vef Landlæknisembættisins eða Almannavarna.