Upplýsingasíða vegna COVID-19

Faraldurinn COVID-19 af völdum nýrrar kórónaveiru breiðist hratt út. Staðfest er að veiran smitast milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum. Í ljósi þessa hefur embætti ríkislögreglustjóra lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna COVID-19.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út viðbragðsáætlun fyrir sambandið sem þjónar þeim tilgangi að vera stjórnendum sambandsins til stuðnings um það hvernig takast eigi á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum. Viðbragðsáætluninni er ætlað að segja fyrir um viðbrögð innan sambandsins í kjölfar heimsútbreiðslu inflúensu.

Á þessari síðu hefur sambandið einnig safnað saman upplýsingum er varða sveitarfélögin sem og upplýsingar sem margar hverjar eru aðgengilegar eru á vef Landlæknisembættisins eða Almannavarna.

 • Tilslakanir á takmörkunum 15. júní – skóla og frístundastarf (12.06.2020)
 • Upplýsingar fyrir starfsmenn bókasafna vegna kórónaveiru COVID-19 (12.06.2020)
 • Leiðbeiningar fyrir íþróttamannvirki vegna COVID-19 (22.05.2020)
 • Höldum bilinu plaggat (14.05.2020)
 • Leiðbeiningar fyrir sund- og baðstaði plaggat. Minnt er á að fjöldi gesta í hverri sundlaug má ekki fara upp fyrir helming leyfilegs fjölda á hverjum sundstað. (14.05.2020)
 • Leiðbeiningar fyrir vinnuskóla sveitarfélaganna (13.05.2020) – verður uppfært 25. maí
 • Samfélagssáttmáli – í okkar höndum (11.05.2020)
 • Leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri COVID-19 sýkingu (uppfært skjal 05.05.2020)

 • COVID-19 og persónuvernd
 • Upplýsingar landlæknis og almannavarna til ferðamanna vegna COVID-19

 • Guidelines for people with disabilities who have NPA or other user agreements, and those who assist them (26.05.2020)
 • Let’s keep our distance (18.05.2020)