Fréttir: apr 2020

Hack the crisis Iceland – lausnir á áskorunum vegna COVID-19

Almenningur og frumkvöðlar taka höndum saman um að finna lausnir á áskorunum heilbrigðiskerfisins tengdum COVID-19 á „Hack the crisis Iceland“ hakkaþoninu dagana 22.-24 maí næstkomandi.

Lesa meira

Efnahagsaðgerðir ESB í tengslum við COVID-19 faraldurinn

Aðildarríki ESB hafa á hvert fyrir sig kynnt margvíslegar efnahagsaðgerðir sem er ætlað að stemma stigu við neikvæðum áhrifum COVID-19 faraldursins. Þessu til viðbótar hafa ríkin jafnframt komið sér saman um sameiginlegar aðgerðir þar sem tæki og tól Evrópusambandsins (ESB) verða nýtt til þess að styðja við hagkerfi Evrópu.

Lesa meira

Leiðbeiningar vegna boðaðs verkfalls Eflingar

Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sent frá sér leiðbeiningar vegna boðaðs verkfalls félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ og hjá Sveitarfélaginu Ölfusi.

Lesa meira

Dökkar horfur og krafa um viðræður við ríkið

Á fundi stjórnar sambandsins föstudaginn 24. apríl sl. var fjallað um áhrif Covid-19 á sveitarfélögin og þá sérstaklega hugsanlegt tekjufall þeirra.

Lesa meira

Byggðafesta og búferlaflutningar: Sveitir og strjálbýli á Íslandi

Byggðastofnun leitar til íbúa í strjálbýlli hlutum Íslands um þátttöku í könnuninni Byggðafesta og búferlaflutningar: Sveitir og strjálbýli á Íslandi. Í könnuninni er safnað saman margvíslegum upplýsingum sem aukið geta skilning á málefnum sveitasamfélaga og strjálbýlis og stutt við stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum.

Lesa meira

Umsögn sambandsins um aðgerðarpakka tvö

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur veitt umsögn um frumvarp til fjáraukalaga og frumvarp um frekari aðgerðir aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Í umsögninni er lýst óánægju með hve lítið samráð var haft við sambandið um þennan annan aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar.

Lesa meira

Margvíslegar aðgerðir til að styðja við sveitarfélög

Margvíslegar aðgerðir fyrir sveitarstjórnarstigið eru að finna í öðrum áfanga stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónaveiru.

Lesa meira

Tilslökun á samkomubanni 4. maí

Tilkynnt hefur verið um afléttingu takmarkana á skólastarfi frá og með mánudeginum 4. maí nk. og nú hefur heilbrigðisráðuneyti birt auglýsingu þar sem nánar er fjallað um útfærslu þess og áhrif á mismunandi skólastig.

Lesa meira

Vegvísir ESB í tengslum við kórónafaraldurinn

Þessa dagana er mikil umræða um hvenær og með hvaða hætti verður hægt að aflétta þeim höftum sem gripið hefur verið til í tengslum við kórónafaraldurinn. Víða í Evrópu hefur verið gripið til strangra aðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónavírusins og vernda viðkvæma hópa í samfélaginu.

Lesa meira

Varnir, vernd og viðspyrna

Ríkisstjórnin kynnti á fundi í gær, 21. apríl, aðgerðarpakka 2 um viðspyrnu Íslands gegn efnahagslegum og félagslegum áföllum í kjölfar COVID-19 faraldrinum. Pakkanum er skipt upp í tvo meginhluta sem hver um sig skiptist upp í þrjá flokka; Varnir, Vernd og Viðspyrnu.

Lesa meira

Viðbótarúthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar hafi ráðstafað 200 milljón kr. viðbótarframlagi til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á árinu 2020.

Lesa meira

Dregið úr takmörkunum á skólahaldi frá 4. maí

Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi í gær næstu skref stjórnvalda vegna Covid-19. Heilbrigðisráðherra gerði þar m.a. grein fyrir ákvörðun sinni um tilslakanir á takmörkunum á skólahaldi. Breytingarnar taka gildi 4. maí.

Lesa meira

Test morgun stóð Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir fundi

Curabitur fermentum iaculis sapien sed porttitor. Cras scelerisque sapien id lacus malesuada egestas nec ac ante.

Lesa meira

Test frétt

Cras scelerisque sapien id lacus malesuada egestas nec ac ante. Curabitur fermentum iaculis sapien sed porttitor.

Lesa meira

Minnisblað um frestun gjalddaga fasteignaskatta

Lögfræði- og velferðarsvið hefur tekið saman minnisblað þar sem fjallað er frestun gjalddaga fasteignaskatts. Mörg sveitarfélög hafa farið þá leið að fresta gjalddögum fasteignaskatts ásamt því sem Alþingi hefur samþykkt lög um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónaveiru þar sem meðal annars var samþykkt heimild til að fresta gjalddögum fasteignaskatts.

Lesa meira

Góð ráð til foreldra á tímum COVID-19 faraldursins

Félagsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og embætti landlæknis hafa tekið höndum saman við útgáfu góðra ráða til foreldra á tímum COVID-19 faraldursins. Foreldraráðin eru meðal annars unnin í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og UNICEF.

Lesa meira