Fréttir og tilkynningar

20.10.2016 Skólamál : Nýr miðlægur samningur um notkun á höfundarréttarvörðu efni í skólastarfi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gert nýjan samning við Fjölís sem er hagsmunafélag höfundarréttarsamtaka. Þessi nýi samningur nær til allra skóla sem eru reknir af ríki eða sveitarfélögum eða njóta viðurkenningar og stuðnings hins opinbera í starfi sínu. Hann nær því til leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, háskóla, tónlistarskóla og framhaldsfræðslu. Samningurinn leysir marga eldri samninga af hólmi, m.a. um ljósritun, auk þess að veita auknar heimildir við skönnun, rafræna eftirgerð og stafræna dreifingu.

Fréttasafn