Fréttir og tilkynningar

Merki-fatlads-folks

21.9.2018 Félagsþjónusta og forvarnamál : Takmörkuð áhrif á heildarinnleiðingu NPA-samninga

Samkvæmt lögum um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) mun innleiðing á því þjónustuformi standa yfir í þrepum allt til loka ársins 2022, en alls er gert ráð fyrir að 630 samningar verði gerðir á fimm ára tímabili. Frestun á gildistöku laganna seinkar gerð 52 samninga fram að áramótum.

21.9.2018 Stjórnsýsla : Yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga er komið út

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gefið út yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga. Yfirlitinu er ætlað sveitarfélögum til leiðbeiningar við stefnumótun og áætlanagerð, en einnig mun það nýtast ráðuneytinu vegna áætlanagerðar sem því er nú ætlað að sinna vegna málefna sveitarstjórnarstigsins.

Gert_1537529489396

21.9.2018 Skólamál : Ný GERT verkfærakista fyrir tækni og raunvísindi í grunnskólum

GERT hefur opnað verkfærakistu fyrir verkefnalýsingar, verkferla og önnur hagnýt gögn vegna tækni- og raunvísindanáms á grunnskólastigi. Auk þess að safna slíkum gögnum á einn stað, er verkfærakistunni einnig ætlað að greiða fyrir miðlun skóla á þekkingu og reynslu sín á milli.

Skipulagsdagurinn-2018-270

20.9.2018 Skipulags- og byggðamál : Áskoranir og tækifæri sveitarfélaga í skipulagsmálum

Skipulagsdagur sveitarfélaga fór fram við góðar undirtektir í dag, en þátttakendur voru hátt á þriðja hundrað manns. Tæpt var á helstu áskorunum og tækifærum sveitarfélaga í skipulagsmálum og óhætt er að segja að víða hafi verið komið við í fjölbreyttri dagskrá dagsins.

20.9.2018 Skipulags- og byggðamál : Skipulagsdagurinn 2018 - bein útsending

Skipulagsdagurinn 2018 fer nú fram í Gamla bíói í Reykjavík. Dagurinn er helgaður því sem efst er á baugi í skipulagsmálum hverju sinni. Nálgast má beint streymi hér á vef sambandsins.

Skolafordun-falinn-vandi-270

19.9.2018 Skólamál : Falinn vandi skólaforðunar

Fullt var út úr dyrum á fundi Náum áttum í morgun um þann falda vanda sem skólaforðun stendur fyrir.  Nálgast má upptökur af fundinum hér á vef sambandsins.

Fjarmalaradstefna-2018

18.9.2018 Fjármál : Skráning hafin á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga

Skráning er hafin á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. Meginþema ráðstefnunnar snýr að þessu sinni að verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, gráum svæðum í opinberri þjónustu og stöðu sveitarfélaga gagnvart stórum þjónustuverkefnum. Ráðstefnan hefur jafnan verið fjölmennasti viðburður sveitarfélaganna, með um og yfir 400 þátttakendur á ári hverju. 

Tekjur-staerstu-sveitarfelaga-092018

18.9.2018 Fjármál : Sex mánaða uppgjör stærstu sveitarfélaganna

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman sex mánaða uppgjör fjögurra stærstu sveitarfélaga landsins eða Reykavíkurborgar, Kópavogsbæjar, Hafnarfjarðarbæjar og Akureyrarkaupstaðar. Samantektin tekur til A-hluta starfseminnar, sem er sá hluti sem fjármagnaður er að stærstum hluta af skattfé. Um 60% landsmanna eru búsettir í þessum sveitarfélögum. Á heildina litið stefnir í að skuldahlutfall þeirra fari lækkandi.

Namsgogn

18.9.2018 Skólamál : Úthlutun úr Námsgagnasjóði

Úthlutun úr Námsgagnasjóði er lokið. Úthlutað var í 12. sinn úr sjóðnum og voru alls 59,8 m.kr. til ráðstöfunar. Úthlutað er til hvers grunnskóla í samræmi við fjölda skráðra nemenda. 

Npa-midstodin-2

17.9.2018 Félagsþjónusta og forvarnamál : Hægagangur og óvissa við innleiðingu NPA

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur farið þess á leit við félags- og jafnréttisráðherra að gildistöku laga, sem taka eiga gildi um næstu mánaðamót vegna NPA-þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, verði frestað til 1. janúar nk. Að mati sambandsins þurfa stjórnvöld að gefa sér tíma til að klára undirbúning málsins, en margt er enn óljóst varðandi innleiðingu þjónustunnar og fjármögnun. Sé vel á málum haldið, geti nauðsynlegum undirbúningi verið lokið um næstu áramót.

Sjá allar fréttir


Næstu viðburðir Sjá alla viðburði

Viðburðir

20.09.2018 - 21.09.2018 Fundir og ráðstefnur Ungt fólk og jafnréttismál

Landsfundur jafnréttismála

Sjá nánar

20.09.2018 - 21.09.2018 Fundir og ráðstefnur Haustþing SSV

Haustþing SSV

Sjá nánar

21.09.2018 - 22.09.2018 Fundir og ráðstefnur Aðalfundur Eyþings

Aðalfundur Eyþings

Sjá nánar

22.09.2018 Námskeið Námskeið fyrir kjörna fulltrúa á Suðurnesjum

Námskeið fyrir kjörna fulltrúa á Suðurnesjum

Sjá nánar

26.09.2018 - 28.09.2018 Fundir og ráðstefnur XXXII. landsþing sambandsins

Landsþing sambandsins

Sjá nánar

11.10.2018 - 12.10.2018 Fundir og ráðstefnur Fjármálaráðstefna 2018

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2018

Sjá nánar

16.10.2018 - 17.10.2018 Fundir og ráðstefnur Byggðaráðstefnan 2018

Byggðaráðstefnan 2018 í Stykkishólmi

Sjá nánar

18.10.2018 - 19.10.2018 Fundir og ráðstefnur Ársþing SASS 2018

Ársþing SASS 2018

Sjá nánar

19.10.2018 Námskeið Námskeið fyrir kjörna fulltrúa á Norðurlandi eystra

Námskeið fyrir kjörna fulltrúa á Norðurlandi eystra

Sjá nánar

25.10.2018 - 26.10.2018 Fundir og ráðstefnur Hafnasambandsþing

Hafnasambandsþing

Sjá nánar

08.11.2018 Fundir og ráðstefnur Ársfundur UST, náttúruverndarnefnda og forstöðumanna náttúrustofa

Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda og forstöðumanna náttúrustofa

Sjá nánar

09.11.2018 Fundir og ráðstefnur Umhverfisþing

Umhverfisþing

Sjá nánar

Allir viðburðir