Betri vinnutími

Tímamótasamkomulag um styttingu vinnutíma náðist í kjarasamningum opinberra starfsmanna á vormánuðum árið 2020.

Í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga sem gerðir voru á árinu 2020 byggir stytting vinnutíma dagvinnufólks á ákvæðum í fylgiskjali 2 og vaktavinnufólks á ákvæðum í fylgiskjali 3.

Markmið styttingar vinnutímans er að bæta lífskjör og auðvelda samræmi á milli vinnu og einkalífs. Styttingin hefur einnig það að markmiði að bæta vinnustaðamenningu og auka skilvirkni og þjónustu. Hún byggir á gagnkvæmum sveigjanleika og getur þannig stuðlað að bættum lífskjörum.

Útfærslan á styttingu vinnutíma verður með ólíkum hætti eftir því hvort fólk vinnur í hefðbundinni dagvinnu eða vaktavinnu.

Á vefnum Betri vinnutími er farið yfir mögulegar útfærslur á styttingu vinnutíma dagvinnumanna sem verða útfærðar í hverju sveitarfélagi/stofnun/vinnustað fyrir sig og þær breytingar sem verða á vinnufyrirkomulagi vaktavinnumanna.

Á síðunni er einnig leitast við að svara helstu spurningum og veita leiðbeiningar um framkvæmd breytinganna sem eiga að leiða til betri vinnutíma.