Málefni innflytjenda og flóttamanna

Samband íslenskra sveitarfélaga sinnir hagsmunagæslu fyrir sveitarfélög gagnvart Alþingi, ráðuneytum og ríkisstofnunum sem fara með málefni innflytjenda og flóttamanna. Það vinnur að sameiginlegum framfaramálum sveitarfélaga í málefnum innflytjenda og flóttamanna, fylgist með þróun þessara mála hjá sveitarfélögum utan Íslands og miðlar upplýsingum til íslenskra sveitarfélaga. Sambandið stendur fyrir samráðsfundum sveitarstjórnarmanna og starfsmanna sveitarfélaga um málefni innflytjenda og flóttamanna. Það hefur sett á laggirnar lokaða fésbókarsíðu fyrir starfsmenn sveitarfélaga sem vinna að innflytjenda- og flóttamannamálum til samráðs og upplýsingamiðlunar.

Á tiltölulega stuttum tíma hefur orðið gríðarleg fjölgun á innflytjendum og flóttamönnum sem koma hingað til lands. Þjónusta sveitarfélaga við þessa hópa er þess vegna ennþá í þróun og uppbyggingu. Sambandið hóf starf sitt að málefnum innflytjenda með stefnumótun sem gerð var í víðtæku samstarfi við sveitarfélög og stjórn sambandsins samþykkti í janúar 2009. Hún felur í grundvallarleiðsögn um samþættingu á þjónustu við innflytjendur sem á ennþá við

Fyrstu lögin um málefni innflytjenda voru sett með lögum, nr. 116/2012. Markmið laganna er að hagsmunir innflytjenda séu samþættir allri stefnumótun, stjórnsýslu og þjónustu hins opinbera, að stuðla að víðtæku samstarfi og samþættingu á milli allra sem koma að málefnum innflytjenda og efla fræðslu, upplýsingamiðlun, rannsóknir og þróunarverkefni í málefnum innflytjenda.

Samkvæmt lögunum skal ráðherra skipa innflytjendaráð sér til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málefnum innflytjenda og til eftirlits með henni. Sambandið á fulltrúa í innflytjendaráði. Hlutverk ráðsins er einnig að stuðla að samhæfingu og samráði innan stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Innflytjendaráð kemur að gerð framkvæmdaáætlunar í málefnum innflytjenda sem ráðherra skal gera tillögu um til Alþingis á fjögurra ára fresti. Innflytjendaráð gerir einnig tillögur til ráðherra um árlegar úthlutanir úr þróunarsjóði innflytjenda. Sveitarfélög geta sótt um styrki úr sjóðnum til þróunarverkefni eftir því sem árlegar áherslur sjóðsins kveða á um

Sambandið á sæti í teymi um málefni innflytjenda sem er samráðsvettvangur stofnana, þ. á m. sveitarfélaga, og

Sambandið átti fulltrúa í starfshópi mennta- og menningarmálaráðuneytisins  sem skilaði skýrslu í maí 2020, Drög að stefnu um menntun barna og ungmenna með fjölbreyttan tungumála-  og menningarbakgrunn.

Í skýrslunni eru settar fram tillögur og hugmyndir um aðgerðir sem lagt er til að ráðist verði í til úrbóta fyrir þennan hóp barna.

Aðdragandi:                   Frá árinu 1995 hafa fulltrúar stofnana, fyrirtækja, frjálsra félagasamtaka, háskólasamfélagsins, ríkis og sveitarfélaga hist óformlega og rætt stöðu innflytjenda hér á landi. Teymið er vettvangur samráðs og upplýsinga.

Verkefni teymisins:              

  • Að vera samráðsvettvangur fulltrúa sem starfar að málefnum innflytjenda
  • Að vekja athygli á málaflokknum og stöðu innflytjenda hér á landi á fjölbreyttan hátt
  • Að vinna markvisst að því að vinna gegn fordómum gagnvart innflytjendum
  • Að standa fyrir viðburðum/og eða opnum fundum til að vekja athygli á málefnum innflytjenda
  • Að vinna að málefnum annarra hópa sem tengjast innflytjendum svo sem hælisleitenda og flóttamanna.

 

Fundir teymisins:

Fundir teymisins eru haldnir mánaðarlega yfir vetrartímann. Fulltrúar skiptast á að halda fundina í húsnæði á þeirra vegum og fundaritun er á ábyrgð fundarboðenda hverju sinni. Fundarstjórn er á ábyrgð fundarboðenda.

Verkefni teymisins veturinn 2014 til 2015 er; málþing um þjónustu túlka, umræður um stöðu barna af erlendum uppruna, að byrja nýtt líf í nýju landi, leiðir til að breyta viðhorfum í garða innflytjenda og menninganæmi.

Fulltrúar í teymi um málefni innflytjenda eru frá:          

Alþjóðasetri
Alþjóðastofu
ASÍ
Barnaverndarstofu
Borgarbókasafni
Eflingu
Embætti landlæknis
Félagsþjónustunni í Reykjanesbæ
Félagsþjónustunni í Kópavogi
Fjölmenningarráði Reykjavíkur
Fjölmenningarsetri
Hafnarfirði
Innanríkisráðuneytinu
Jafnréttishúsi
Kvennaathvarfinu
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
Mannréttindaskrifstofu Íslands
Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur
Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
MIRRA
Mímir símenntun
Móðurmáli
Prestur innflytjenda
Rauða kross Íslands
Sambandi íslenskra sveitafélaga
Samtökum kvenna af erlendum uppruna
Skóla- og frístundasviði Rvk.
Skrifstofu velferðarsviðs Rvk.
The Tin Can Factory
Tryggingastofnun ríkisins
Útlendingastofnun
Velferðarráðuneytinu
Vinnumálastofnun
Þjóðskrá Íslands
Þjónustumiðstöð Breiðholts
Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða
Þjónustumiðstöð Vesturbæjar
Öryrkjabandalaginu