Til þess að mega starfa á Íslandi þarf flóttafólk frá Úkraínu að fá útgefið atvinnuleyfi þar sem þeir hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Sækja þarf um atvinnuleyfi vegna allra starfa. Sækja má um og hafa útgefin fleiri en eitt leyfi, það má vera hlutastarf eða fullt starf og einnig er heimilt að fá útgefið atvinnuleyfi vegna tímabundinna verkefna. Flóttafólki sem er með dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða er ekki heimilt að taka að sér verkefni í verktöku.
Atvinnurekandi þarf að sækja um atvinnuleyfi og fá það samþykkt áður en starfsmaður má hefja störf. Umsókn skal skilað á næstu þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar eða til Útlendingastofnunar. Tímabundið atvinnuleyfi er ávallt bundið við tiltekið starf og tiltekinn starfsmann. Ætli hann að skipta um starf þarf hann að sækja um nýtt atvinnuleyfi hjá nýja atvinnurekanda og þarf það að vera veitt áður en honum er heimilt að hefja þar störf.
Frekari upplýsingar er að finna hér.