Spurt og svarað vegna flóttafólks frá Úkraínu er tekur upp aðsetur í sveitarfélagi

Smelltu hér til að senda inn fyrirspurn.

Spurningar og svör á þessari síðu voru seinast uppfærð 05.04.2022 og mun síðan vera uppfærð reglulega eftir því sem frekari upplýsingar berast. Athugið að neðst á síðunni eru nánari upplýsingar um málefni Úkraínufólks með tenglum út af síðu sambandsins.

Til þess að mega starfa á Íslandi þarf flóttafólk frá Úkraínu að fá útgefið atvinnuleyfi þar sem þeir hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Sækja þarf um atvinnuleyfi vegna allra starfa.  Sækja má um og hafa útgefin fleiri en eitt leyfi, það má vera hlutastarf eða fullt starf og einnig er heimilt að fá útgefið atvinnuleyfi vegna tímabundinna verkefna. Flóttafólki sem er með dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða er ekki heimilt að taka að sér verkefni í verktöku.

Atvinnurekandi þarf að sækja um atvinnuleyfi og fá það samþykkt áður en starfsmaður má hefja störf. Umsókn skal skilað á næstu þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar eða til Útlendingastofnunar. Tímabundið atvinnuleyfi er ávallt bundið við tiltekið starf og tiltekinn starfsmann. Ætli hann að skipta um starf þarf hann að sækja um nýtt atvinnuleyfi hjá nýja atvinnurekanda og þarf það að vera veitt áður en honum er heimilt að hefja þar störf.

Frekari upplýsingar er að finna hér.

 • Ríkisborgarar Úkraínu geta ferðast til Íslands og dvalið hér sem ferðamenn í 90 daga. Almennt ber sveitarfélögum ekki skylda til að veita ferðamönnum félagsþjónustu né aðgang að leik- og grunnskólum. Óski Úkraínubúar eftir þjónustu eru sveitarfélög hvött til þess að leiðbeina þeim um að sækja um alþjóðlega vernd þar sem slík vernd tryggir þeim lögbundin réttindi svo sem félags-, skóla- og heilbrigðisþjónustu.

 

 • Þegar einstaklingar eru komnir með dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiðageta þeir valið um að fá aðstoð í gegnum samræmda móttöku flóttafólks sem þýðir að Fjölmenningarsetur aðstoðar þá við að finna sveitarfélag sem tekur við þjónustunni og aðstoðar við húsnæðisleit á grundvelli samnings við ríkið. Ef einstaklingur velur að nýta sér ekki aðstoð í gegnum samræmda móttöku þá getur viðkomandi dvalið í bráðabirgðahúsnæði á vegum Útlendingastofnunar í 2 vikur frá veitingu dvalarleyfisins  en þarf síðan að finna sér sjálfur húsnæði. Einstaklingur sem er kominn með lögheimili hjá sveitarfélagi getur sótt um almenna  félagsþjónustu hjá því sveitarfélagi.

 • Börn á framhaldsskólaaldri sem eru á Íslandi á grundvelli áritunarfrelsis eða áritunar eiga ekki rétt á að ganga í skóla hér á landi.
 • Börn á aldrinum 16 – 18 ára sem fengið hafa alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eiga rétt á að ganga í framhaldsskóla hér á landi skv. lög um um framhaldsskóla. Sóttvarnarlæknir hefur  uppfærttúlkun á reglum sínum sem hefur það í för með sér að sóttvarnarreglur hamla því ekki að flóttabörn geti sótt skóla þrátt fyrir að þau hafi ekki lokið heilbrigðisskoðun.

 • Börn á grunnskólaaldri sem eru á Íslandi á grundvelli áritunarfrelsis eða áritunar eiga ekki rétt á að ganga í skóla hér á landi.
 • Börn á grunnskólaaldri sem fengið hafa alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eiga rétt á að ganga í grunnskóla hér á landi sbr. lög um grunnskóla og Barnasáttmála SÞ. Sóttvarnarlæknir hefur  uppfærttúlkun á reglum sínum sem hefur það í för með sér að sóttvarnarreglur hamla því ekki að flóttabörn geti sótt skóla þrátt fyrir að þau hafi ekki lokið heilbrigðisskoðun.

 • Börn á leikskólaaldri sem eru á Íslandi á grundvelli áritunarfrelsis eða áritunar eiga almennt ekki rétt á leikskólavist.
 • Börn á leikskólaaldri sem fengið hafa alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eiga rétt á leikskólavist í samræmi við reglur viðkomandi sveitarfélags. Sóttvarnarlæknir hefur  uppfærttúlkun á reglum sínum sem hefur það í för með sér að sóttvarnarreglur hamla því ekki að flóttabörn geti sótt skóla þrátt fyrir að þau hafi ekki lokið heilbrigðisskoðun.

 • Ríkisborgari frá Úkraínu sem kýs að sækja ekki um alþjóðlega vernd en sækir um fjárhagsaðstoð hjá dvalarsveitarfélagi á ekki rétt á fjárhagsaðstoð skv. 1. mgr. 15. gr. laga um félagsþjónustu.  Fjárhagsaðstoð á grundvelli  1. mgr. 15. gr. er fyrst og fremst ætlað að vera aðstoð til heimferðar en í undantekningartilfellum er veitt fjárhagsaðstoð vegna brýnna þarfa og á aðeins að vara í skamman tíma. Þar sem dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar veitir ríkari rétt heldur en 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga er mælst til þess að viðkomanda sé ekki veitt fjárhagsaðstoð á grundvelli 15. gr. en í staðinn sé ríkisborgurum Úkraínu leiðbeint um að sækja um alþjóðlega vernd. Er þetta í samræmi við tilmæli félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins sem sjá má hér.
 • Þegar ríkisborgari frá Úkraínu hefur fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða á hann rétt á fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu samkvæmt reglum hvers sveitarfélag um fjárhagsaðstoð. Ríkissjóður endurgreiðir sveitarfélagi veitta aðstoð vegna erlendra ríkisborgara sem átt hafa lögheimili  skemur en 2 ár, sbr. 2. mgr. 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

 • Sveitarfélögin geta gert samning við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks og fá þá greiddan starfsmannakostnað vegna sértækra þjónustu sem felur meðal annars í sér aðstoð við húsnæðisleit og aukin félagsleg ráðgjöf. Þá er greiddur 8% stjórnunarkostnaður.
 • Lögheimilissveitarfélag flóttafólks veitir þjónustu skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, reglum sveitarfélagsins um fjárhagsaðstoð, lögum um grunnskóla, lögum um leikskóla og öðrum viðeigandi lögum og reglum. Ríkissjóður endurgreiðir sveitarfélagi útlagðan kostnað vegnar fjárhagsaðstoðar fyrstu tvö árin sem einstaklingur hefur skráð lögheimili í landinu lík og fram kemur hér að ofan.

 • Félags- og vinumarkaðsráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa skipað starfshóp sem vinnur að tillögu að samningi milli ríkis og sveitarfélaga um samræmda móttöku flóttafólks. Vonir standa til að þeir samningar verði klárir fyrir apríl lok. Haldinn verður kynningarfundur um samræmda móttöku flóttafólks þegar samningaviðræðum lýkur.
 • Vinnumálastofnun annast íslenskukennslu og samfélagsfræðslu fyrir allt flóttafólk og einstaklinga með dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Auk þess er starfandi sérstakt teymi sem vinnur að atvinnuráðgjöf fyrir flóttafólk og einstaklinga með dvalarleyfi af mannúðarástæðum.
 • Einstaklingar með dvalarleyfi af mannúðarástæðum þurfa að sækja um atvinnuleyfi til Vinnumálastofnunar.

 • Allt flóttafólk og einstaklingar með dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru sjúkratryggir samkvæmt 16. gr. laga um sjúkratryggingar.
  • gr.[Flóttamenn og einstaklingar sem hafa dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.]1)
   [Flóttamenn sem stjórnvöld hafa veitt [alþjóðlega vernd] 2) og einstaklingar sem hafa dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum þessum að því tilskildu að þeir séu komnir til landsins og fyrir liggi staðfesting Útlendingastofnunar á því að viðkomandi hafi verið veitt réttarstaða flóttamanns eða hafi dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða samkvæmt lögum um útlendinga.