Samræmd móttaka flóttafólks

Fimmtudaginn 25. ágúst kl. 13.00 verður haldinn kynningarfundur á samningum um samræmda móttöku flóttafólks.

Um er að ræða fjarfund á Teams og er ætlaður fyrir sveitarstjórnarfólk, framkvæmdastjóra sveitarfélaga og stjórnendur velferðarþjónustu.

Á fundinum verður farið yfir  þjónustusamning um samræmda móttöku flóttafólks, kröfulýsingu  og kostnaðarlíkan.  Jafnframt mun ráðuneytið kynna nýtt uppgjör og yfirlitsblað en sveitarfélög skila inn uppgjöri ársfjórðungslega til ráðuneytisins. 

Hér eru gögn sem mikilvægt er að fundarmenn kynni sér fyrir fundinn

Upptaka frá fundinum