Fimmtudaginn 25. ágúst kl. 13.00 verður haldinn kynningarfundur á samningum um samræmda móttöku flóttafólks.
Um er að ræða fjarfund á Teams og er ætlaður fyrir sveitarstjórnarfólk, framkvæmdastjóra sveitarfélaga og stjórnendur velferðarþjónustu.
Á fundinum verður farið yfir þjónustusamning um samræmda móttöku flóttafólks, kröfulýsingu og kostnaðarlíkan. Jafnframt mun ráðuneytið kynna nýtt uppgjör og yfirlitsblað en sveitarfélög skila inn uppgjöri ársfjórðungslega til ráðuneytisins.