Skipulags- og byggðamál
  • SIS_Skipulags_Byggdamal_190x160

Sveitarfélögin sinna þýðingarmiklu hlutverki í skipulagsmálum og byggðaþróun. Í skipulagsáætlunum sveitarfélaga birtist stefnumörkun sveitarstjórnar til a.m.k. 12 ára í senn um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar í sveitarfélaginu.Verkefni sveitarfélaga

Fréttir - skipulags- og byggðamál

Althingi_300x300p

9.9.2014 : Umsögn um drög að þingsályktunartillögu um stefnu um lagningu raflína

Sambandið hefur veitt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu umsögn um drög að þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Þau drög að þingslályktunartillögu sem nú liggja fyrir uppfylla nokkuð vel þær væntingar sem sambandið hefur haft til þessa verkefnis. Af hálfu sambandsins eru því á þessu stigi ekki gerðar alvarlegar athugasemdir við tillöguna. Sambandið telur þó ástæðu til þess að í umræðu um tillöguna verði skýrt nánar frá ástæðum þess að í nokkrum atriðum er vikið frá tillögum sem fram koma í lokaskýrslu nefndar um mótun stefnunnar.

Lesa meira
skipulag_minni

14.8.2014 : Skipulagsdagurinn 2014

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Skipulagsdaginn, sem er árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga. Fundurinn verður að þessu sinni haldinn á Grand Hótel í Reykjavík, þann 29. ágúst n.k. Til fundarins er boðið sveitarstjórnarmönnum, fulltrúum í skipulagsnefndum, skipulagsfulltrúum og öðrum starfsmönnum sveitarfélaga sem annast skipulagsmál.

Lesa meira

Fleiri fréttir
Útlit síðu: